Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2012 | 15:24

Ragnar Már hefur leik á 2. hring í Miami

Ragnar Már Garðarsson, GKG, var að fara út nákvæmlega þegar þessi frétt er birt, en hann á rástíma kl. 10:24 að staðartíma í Coral Gables, Miami þ.e. kl. 15:24 hér á Íslandi.

Ragnar Már á mjög erfiðan hring framundan, en bilið milli hans og Englendingsins Patrick Kelly, sem spilaði á 6 undir pari í gær og er í efsta sæti eftir 1. hring eru 17 högg.

Aðeins tveir eru í ráshóp Ragnars Más, hann sjálfur og kylfingur frá Zimbabwe, Ben Follett-Smith og hefja þeir leik á 1. teig.

Ben Follett Smith

Golf 1 óskar Ragnari Má góðs gengis og er hugurinn hjá honum á Biltmore vellinum í Coral Gables næstu 5 tímana!

Til að fylgjast með gangi mála á Orange Bowl SMELLIÐ HÉR: