Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2012 | 22:00

Ragnar Már spilaði á 7 yfir pari á 2. degi í Miami

Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída er nú hálfnað. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, spilaði í dag á 7 yfir pari, 78 höggum; fékk 2 fugla, 8 pör, 6 skolla og 2 skramba og bætti sig um 4 högg frá því í gær.

Hann deilir 57. sæti með Zachary Granoff frá Miami; báðir á samtals 18 yfir pari.

Í efsta sæti er sem fyrr Englendingurinn Patrick Kelly á samtals 9 undir pari.

Golf1 óskar Ragnari Má góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna þegar Orange Bowl er hálfnað  SMELLIÐ HÉR: