Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2012 | 09:30

Lydia Ko stóð upp úr af nýsjálenskum kylfingum 2012

Skærasta stjarna Ný-Sjálendinga í golfheiminum  árið 2012 var án nokkurs vafa hin 15 ára Lydia Ko. Hún er líka vafalaust ein mesta framtíðarstjarna kvennagolfsins; er nú þegar efst á heimslista áhugamanna.

Þann 29. janúar 2012 varð Ko yngsti sigurvegari – kven- eða karlkyns – á móti atvinnumanna, en þá var hún enn 14 ára og sigraði New South Wales Open, sem er mót, sem bæði LET og ALPG standa að. Aldursmet hennar sem yngsti sigurvegari í móti atvinnumanna var að vísu slegið á árinu af kanadíska kylfingnum Brooke Henderson, sem var 2 dögum yngri en Lydia Ko, þegar hún vann mót á Canadian Women´s Tour.  Sjá má myndskeið með Brooke Henderson með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá lista yfir yngstu sigurvegara á öllum helstu mótaröðum heims:

Yngstu sigurvegarar á öllum mótaröðum 
Sum á listanum eru enn að spila í dag!
Leikmaður Mótaröð Mót Aldur
Brooke Henderson Canadian Women’s Tour 2012 Club de golf Beloeil* 14 ára, 9 mán, 3 daga
Lydia Ko Australian LPGA 2012 New South Wales Open 14 ára, 9 mán, 5 daga
Lydia Ko LPGA 2012 CN Canadian Women’s Open 15 ára, 4 mán, 2 daga
Ryo Ishikawa Japan Golf Tour 2007 KSB Cup 15 ára, 8 mánaða
Amy Yang Ladies European Tour 2006 ANZ Ladies Masters 16 ára, 6 mán, 8 daga
Matteo Manassero European Tour 2010 Castello Masters 17 ára, 188 daga
Jason Day Web.com Tour 2007 Legends Financial Group Classic 19 ára, 7 mán, 26 daga
Johnny McDermott PGA Tour 1911 U.S. Open 19 ára, 10 mán, 14 daga
*-36 holur.

Þess mætti svona í framhjáhlaupi geta að Lydia varð 15 ára, 24. apríl, en hún á sama afmælisdag og Lee Westwood, þó 24 ára aldursmunur sé með þeim.

Hins vegar var Ko fljót að næla sér í annað met, þegar hún varð sú yngsta til þess að sigra á bandaríska LPGA, sterkustu kvenmótaröð heims, og einmitt á Canadian Open, þann 26. ágúst 2012, aðeins 15 ára, 4 mánaða og 2 daga ung og auk þess fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra á mótinu í 43 ár.

 Já, framtíðin er björt hjá einni skærustu stjörnu Ný-Sjálendinga og spennandi að sjá hvað hún gerir á næsta ári, 2013!