Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 09:00

GKJ: Bragi Jónsson sigraði í Áramóti GKJ

Hið árlega Áramót GKJ fór fram með breyttu sniði að þessu sinni. Mótinu var breytt í púttmót og það voru 24 sem tóku þátt og var bryddað uppá nýjungum til að flýta leik. Fyrst voru leiknar 3×9 holu hringir þar sem aðeins ásar voru taldir og síðan máttu menn halda áfram og taka 9 holur aðeins með hægri hendi og 9 holur aðeins með vinstri og síðan að reyna að shippa í fötu (5 boltar) á inniæfingasvæðinu.

Úrslit aðals mótsins urðu þessi:

 

1. Bragi Jónsson, 12 ásar

2. Skúli Skúlason, 11 ásar (eftir bráðabana)

3. Emil Karlsson, 11 ásar

 

Aðeins ein verðlaun voru fyrir framhaldið og þar sigraði Emil Karlsson.

 

Næsta mót er áætlað laugardaginn 5. janúar og förum við út ef snjóalög hverfa. GKJ óskar öllum gleðilegs árs!

Heimild: golf.is – heimasíða GKJ