Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 08:00

Kyle Stanley og Nick Watney ganga til liðs við Nike – „stór tilkynning“ væntanleg frá Nike 14. janúar n.k.

Nike Golf hóf árið með því að tilkynna að gerður hefði verið samningur til fjölda ára við PGA leikmennina Kyle Stanley og Nick Watney.

Um er að ræða samninga þar sem ofangreindir leikmenn taka að sér að auglýsa golfbolta, kylfur, skófatnað, hanska, klæðnað, höfuðfatnað og aukahluti til golfiðkunar frá fyrirtækinu.

„Þeir vilja hafa bestu íþróttamennina í teymi sínu og það er heiður að vera hluti af því og vera fulltúi þeirra,“ sagði Kyle Stanley m.a. í fréttatilkynningu.

Stanley og Watney, sem m.a. munu m.a. nota nýja VR-S Covert dræverinn frá Nike á opnunarmóti keppnistímabil PGA Tour í Kapalua, á Hawaii í þessari viku. Sjá kynningu Golf 1 á VR-S Covert drævernum með því að SMELLA HÉR:

Nike Covert Tour HR dræverinn

Nike Covert Tour VRS dræverinn

Svo virðist sem Stanley og Watney komi í stað Stewart Cink sem í gær tvítaði mynd af sér og nýja TaylorMade pokanum sínum og óskaði öllum gleðilegs nýs árs.  Lucas Glover er líka farinn frá Nike til TayloMade og eins gerði TaylorMade samninga við þá John Huh og Ryan Moore.

Jafnframt ljóstraði talsmaður Nike því upp að „stór tilkynning“ væri væntanleg 14. janúar n.k. sem er mánudagurinn í Abu Dhabi vikunni, þar sem Rory McIlroy og Tiger Woods hefja nýtt golftímabil.

Chris Kirk tog Gary Woodland tilkynntu að þeir hefðu gert samninga við Callaway og eins er búist við að tilkynnt verði síðar í vikunni um samning Bubba Watson við Oakley.