Heimavöllur Alfreðs Brynjar, Leirdalsvöllur er líka einn af uppáhaldsgolfvöllum hans á Íslandi. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 13:00

GKG: Ingunn og Ragnar Már tilnefnd til íþróttakarls- og konu Garðabæjar og Kópavogs

Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG ritar eftirfarandi á heimasíðu GKG:

„Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

Framundan er val á Íþróttakarli og Íþróttakonu Garðabæjar og Kópavogs. Tilnefningar GKG til beggja bæjarfélaga eru þau Ragnar Már Garðarsson og Ingunn Gunnarsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá ágrip af árangri þeirra á síðastliðnu tímabili:

Í Garðabæ verður um netkosningu að ræða, en verðlaunahátíðin sjálf fram í sal FG sunnudaginn 13. janúar kl. 13:00. Eins og segir í tilkynningu frá Garðabæ þá fer val á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar fram með opinni vefkosningu eins og síðustu tvö ár á íbúagátt Garðabæjar í fyrstu viku nýs árs. Atkvæði í þeirri kosningu vega jafnt á móti kosningu innan Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

Við hvetjum GKG félaga til að taka þátt í vefkosningunni og kjósa okkar félaga Ragnar Má og Ingunni. Smellið hér til að kjósa.

Ragnar Már, GKG,  að pútta. Mynd: Golf 1

Ragnar Már, GKG, að pútta. Mynd: Golf 1

Ragnar Már Garðarsson

Ragnar Már Garðarsson hefur stundað golf síðan um 4 ára aldur. Hann æfir 5-7 daga vikunnar.

Ragnar Már átti stórkostlegt tímabil þar sem óhætt er að segja að hann hafi tekið stórt stökk og sett leik sinn á hærra plan á þessu ári. Í september s.l. gerði hann sér lítið fyrir og sigraði á Duke of York mótinu, sem haldið var á Royal Troon vellinum í Skotlandi en einungis landsmeisturum 17-18 ára er boðið til leiks. Því má segja að þetta sé eitt sterkasta U18 mótið í heiminum. Ragnar var valinn Efnilegasti kylfingurinn af Afreksnefnd GSÍ og kylfingur ársins hjá GKG.

Ragnar Már er í A landsliðshópi GSÍ og keppti með unglingalandsliði Íslands í undankeppni EM landsliða í Búlgaríu. Ragnar leiddi mótið eftir fyrsta hring þegar hann lék á 67 höggum.

Ragnar Már er frábær fyrirmynd annarra yngri sem eldri kylfinga, reglusamur, vinnusamur og ávallt jákvæður. Hann er afar ljúfur drengur en með mikla keppnishörku. Ragnar Már hefur sýnt mikla íþróttahæfileika en hann er einnig í unglingalandsliðinu í blaki. Þetta tímabil hefur verið ævintýri líkast og lækkaði forgjöfin úr 3,4 í 0, sem eru ótrúlegar framfarir. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur íþróttamaður sigrar á móti erlendis og opnar þetta honum dyr í sterk boðsmót, en Ragnar mun t.a.m. keppa á mjög virtu móti í Flórída milli jóla og nýárs. Ragnar mun einnig fá tækifæri til að verja titil sinn á Duke of York mótinu, sem er fátítt, en yfirleitt hafa sigurvegarnir verið á 18 ári. Hans bíða önnur landsliðsverkefni næsta tímabil en Ragnar er án efa einn af okkar framtíðarkylfingum.

Ingunn Gunnarsdóttir
IngunnIngunn hefur verið í fararbroddi annarra kvenkylfinga í GKG undanfarin ár. Hún hefur stundað golf frá því um 10 ára aldur og æfir nú 5-7 daga vikunnar. Ingunn er í landsliðshópi GSÍ og stundar nú nám við Furman háskólann í Bandaríkjunum og keppir samhliða námi með sterku liði skólans.
Ingunn er öðrum kylfingum frábær fyrirmynd þar sem hún sýnir mikinn dugnað við æfingar og baráttuvilja í keppnum. Hún tekur þátt í uppbyggingarstarfi GKG sem leiðbeinandi í sérstöku stúlknaátaki og nær mjög vel til stúlknanna, sem líta mikið upp til hennar.

Helsti árangur Ingunnar  er 2. sæti í Meistaramóti GKG í júlí, 3. sæti Sveitakeppni GSÍ með A sveit kvenna (Íslandsmót félagsliða) á Akranesi í ágúst, 3. sæti á Íslandsmóti í holukeppni hjá GKG í júní, 6. sæti á Eimskipsmótaröð kvenna sem fram fór í Keflavík í maí, 8. sæti á Eimskipsmótaröð kvenna sem fram fór á Kiðjabergi í ágúst og 7. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðar kvenna.

 

Aðrar viðurkenningar vegna Garðabæjar:

Framúrskarandi árangur – Íslandsmeistaratitlar

Einstaklingar    

María Málfríður Guðnadóttir     Öldungaflokkur 50+

Ragnar Már Garðarsson            Unglingaflokkur 17-18 ára

Gunnhildur Kristjánsdóttir          Unglingaflokkur 15-16 ára

Sveit 16-18 ára pilta      

Aron Snær Júlíusson

Daníel Hilmarsson

Egill Ragnar Gunnarsson

Emil Þór Ragnarsson

Ragnar Már Garðarsson

Sverrir Ólafur Torfason

A-sveit Mfl. karla           

Alfreð Kristinsson

Ari Magnússon

Birgir Leifur Hafþórsson

Guðjón Henning Hilmarsson

Kjartan Dór Kjartansson

Ottó Sigurðsson

Ragnar Már Garðarsson

Sigmundur E. Másson

Landsliðsþátttaka

Guðjón Henning Hilmarsson      Karlalandslið

Aron Snær Júlíusson      Unglingalandslið

Egill Ragnar Gunnarsson       Unglingalandslið

Gunnhildur Kristjánsdóttir          Unglingalandslið

Særós Eva Óskarsdóttir      Unglingalandslið

Ragnar Már Garðarsson      Unglingalandslið

Emil Þór Ragnarsson        Unglingalandslið

María Málfríður Guðnadóttir     Öldungalandslið

Efnilegasti íþróttamaðurinn

Velja skal einn pilt og eina stúlku í hverri íþróttagrein sem ekki hefur hlotið nafnbótina áður

Bragi Aðalssteinsson

Elísabet Ágústsdóttir

Almenningsíþróttir

Tilnefna skal tvo einstaklinga, karl og konu, sem ekki hefur hlotið viðurkenninguna áður

Gunnar Páll Þórisson

Gullveig Sæmundsdóttir

Heilsurækt eldri borgara – 70 ára og eldri

Fríður Guðmundsdóttir

Steinar J. Lúðvíksson

Viðurkenning vegna framlags til félagsmála

Tilnefna einn skal einstakling sem ekki hefur hlotið viðurkenninguna áður

Gunnlaugur Sigurðsson

 

Tilnefningar vegna Kópavogs

Íþróttahátíð Kópavogs fer fram í salnum kl. 17 þann 8. janúar

Íþróttakarl Kópavogs 17 ára og eldri

Ragnar Már Garðarsson

Íþróttakona Kópavogs 17 ára og eldri

Ingunn Gunnarsdóttir

Íþróttakarl Kópavogs 13-16 ára

Aron Snær Júlíusson

Íþróttakona Kópavogs 13-16 ára

Gunnhildur Kristjánsdóttir

Viðurkenningar vegna Íslandsmeistaratitla. Sömu og hér fyrir ofan vegna Garðabæjar.

 

Allir aðilar sem eru tilnefndir og/eða eiga von á viðurkenningum eru vinsamlegast beðnir um að mæta á tilskyldum tíma til að taka við sínum viðurkenningum.

Síðastliðið ár var einstaklega gott hjá afrekskylfingum GKG. Góður stígandi hefur verið undanfarin ár og við stefnum ótrauð áfram á frábæran árangur í mótaröðunum.“

Heimild: Heimasíða GKG