Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 17:30

Golfútbúnaður: PING G25 járnin eru bæði þynnri og meira fyrirgefandi

Þegar PING kynnti  fyrst G-seríuna fyrir nákvæmlega 10 árum, þ.e. árið 2003, var markmiðið að hanna og framleiða mest fyrirgefandi kylfur í sögu PING. Þetta markmið hefir haldist s.l. áratug, en með tilkomu G25 í dag, voru hönnuðir PING að leitast eftir fyrirgefanleika í straumlínulagaðra/þynnra formi.

PING G25 járn

PING G25 járn

G25 er sjötta viðbótin í línu PING af stálkylfum, sem jafnframt hefir að markmiði að bæta leikinn. G25 mun hafa sama MOI (ensk skammst. fyrir: moment of inertia) og forverinn G20.  En toppurinn, vídd sólans og offset-ið hafa verið endurhönnuð í hverri kylfu til þess að hámarka leikanleika (léleg þýðing á enska orðinu playability).

Meðan að G20 viðhélt nánast stöðugri stærð á sóla sem var meira en þumlungur (þ.e. meira en 2,54 cm) þá mjókkar sóli G25 frá 3-járni og að PW.  Hugmyndin er að víðari sóli auki fyrirgefanleika og lækki miðju þyngdarpunktsins, sem er mikilvægari í lengri járnunum, en með minni vídd á sólanum á styttri járnunum er verið að bæta leikanleikann.  Þarr að auki er topplínan (ens. topline) þynnri á G25 miðað við G20 og offset-ið á miðjárnunum er 12-13% minna á G25 en á G20 kylfunum.

Önnur lykilbreyting á G25 járnunum er að endurstaðsettur er „elasomer custom tuning port“, sem PING hefir einkaleyfi á, í punkt lægra á kylfuandlitinu. Þetta er gert til þess að bæta tilfinninguna og portið er staðsett nær sólanum í beinni línu bakvið höggflöt til þess að hjálpa við að lækka miðju þyngdarpunktsins, sem hjálpar til við að ná fram hærri höggum. Í G25 eru líka stuðningsbitar (ens. support bars) á bakvið höggflötinn til þess að bæta fjarglægðarstjórnun.

Kylfurnar verða líkt og G25 dræverinn fáanlegar um miðjan febrúar (í Bandaríkjunum) og er viðmiðunarverð á kylfu $97.50 (þ.e. u.þ.b. 12.000 íslenskar krónur per kylfu út úr búð í Bandaríkjunum) með stálsköftum.