
PGA: Nýliðinn Scott Langley í forystu á 1. degi á Sony Open á Hawaii
Það er nýliðinn Scott Langley sem leiðir á Sony Open á Waialea golfvellinum í Hawaii, en mótið hófst í gærkvöldi og fyrsta hring var að ljúka rétt í þessu.
Langley skilaði inn „hreinu skorkorti“ á þessu fyrsta móti sínu sem fullgildur félagi á PGA Tour. Hann var á 8 undir pari, 62 höggum; fékk 1 glæsiörn á par-5 9. brautinni, 6 fugla og 11 pör. Glæsileg spilamennska þetta og unun að horfa á!!!
Langley er fæddur 28. apríl 1989 og því 23 ára. Hann er nýútskrifaður endurskoðandi frá Illinois háskóla og hefir átt mjög farsælan feril í bandaríska háskólagolfinu. Skoða má afrek Langley golflega séð í menntaskóla og háskóla með því að SMELLA HÉR:
Langley gerðist atvinnumaður 2011 en sem áhugamaður var hann m.a. í sigurliði Palmer Cup 2010 og lék fyrir Bandaríkjamenn í Eisenhower Trophy.
Í 2. sæti er Russel Henley, 1 höggi á eftir Langley og 3. sætinu deila Tim Clark frá Suður-Afríku og Scott Piercy 2 höggum á eftir Langley.
Það vantar áþreifanlegu STÓRU nöfnin meðal efstu manna, það er ekki fyrr en í 7. sæti sem við sjáum Matt Kuchar og Webb Simpson, en þeir deila því með 8 öðrum, sem eins og þeir komu í hús á 4 undir pari, 66 höggum, 4 höggum á eftir Langley.
Til þess að sjá stöðun á Sony Open eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open