Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 09:45

Evróputúrinn: Krafa Tiger um $3 milljónir bara fyrir að mæta í mót er jafnvel of mikið fyrir olíufurstana í Qatar

Það má vel vera að þátttaka Tiger Woods í móti tryggi að áhorfendur flykkist á mótið, en jafnvel olíufurstarnir í Qatar finnst það ekki taka því að borga $ 3 milljónir bara fyrir að Tiger mæti.

$ 3 milljónir er uppsett verð á Tiger í Qatar Masters, sem fram fer 23.-26. janúar n.k. var haft eftir forseta golfsambands Qatar, Hassan al Nuaimi.

„Tiger Woods fer fram á $3 milljónir bara fyrir að mæta, ef hann myndi keppa – það er ekki þess virði í móti þar sem verðlaunafé er aðeins $2.5 milljónir,“ sagði Nuaimi við Doha News.

Þess í stað byrjar 14-faldur risamótssigurvegarinn Tiger tímabilið í Abu Dhabi eins og Golf 1 greindi frá í gær á Abu Dhabi HSBC Golf Championship áður en hann snýr aftur heim til Bandaríkjanna til þess að keppa á Farmers Insurance Open, í vikunni þar á eftir.

Tiger varð í 3. sæti í Abu Dhabi í fyrra, en hefir aldrei spilað í Qatar.

Paul Lawrie mun verja titil sinn í Qatar í móti þar sem m.a. nr. 4 og 9 á heimslistanum, Justin Rose og Jason Dufner munu keppa.