
Thaílensku golfsysturnar Ariya og Moriya Jutanugarn skrifa undir samning við IMG
Eftir að hafa verið leiðandi á heimsvísu á unglinga- og áhugamannamótum s.l. ár þá hafa golfsysturnar frá Thaílandi, Ariya og Moriya Jutanugarn nú skrifað undir samning við eina af leiðandi umboðsskrifstofum í golfbransanum, IMG.
Systrunum hefir verið lýst, sem „næstu kynslóð“ í kvennagolfinu. Moriya, sem er fædd 28. júlí 1994 í Bankok og því 18 ára gerðist atvinnumaður 2012 og systir hennar Ariya, sem er ári yngri (fædd. 23. nóvember 1995) og nýorðin 17 ára gerðist atvinnumaður í síðasta mánuði.
Þær systur stóðu sig vel í Q-school beggja vegna Atlantshafs: Moriya varð í 1. sæti ásamt Rebeccu Lee-Bentham frá Kanada í Q-school LPGA og Ariya vann Q-school LET örugglega með 5 högga mun á næsta keppanda.
„Að spila golf sem atvinnumaður á LPGA hefir verið draumur minn allt mitt líf og ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Moriya. „Margar af fyrirmyndum mínum í golfinu voru á samningi hjá IMG og fyrirtækið er með sterk ítök í golfheiminum og fjölskylda mín og ég vissum að þetta væri rétta umboðsstofan fyrir okkur.“
„Þetta eru mjög spennandi tímar fyrir systur mína og mig,“ sagði Ariya. „Við sjáum svo margar unga leikmenn frá öllum heimshornum, sem hjálpa til við að gera kvennagolfið vinsælt og við erum ánægðar með að vera hluti af þvi. Við vitum að IMG mun leika mikilvægt hlutverk í að verða eins góðir atvinnumenn og við getum orðið.“
Moriya, skrifaði sig í golfsögubækur árið 2008, þegar hún 14 ára varð fyrst kvenna til þess að sigra á British Junior Open. Hún var líka sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á U.S. Women’s Open, þar sem hún varð T-33.
Ariya, hlaut titilinn AJGA Rolex Junior Player of the Year annað árið í röð á s.l. ári. Árið 2011 varð hún sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á Kraft Nabisco Championship, þegar hún varð T-25.
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid