Neyðarleg mynd af Tiger og Rory?
Tiger Woods og Rory McIlroy eru alveg við það að hefja keppnistímabil sín 2013 í Abu Dhabi. Mikið hefir verið gert úr því að það ríki heilmikil samkeppni milli þeirra og vinskapurinn sé aðeins á yfirborðinu. Báðir keppast við að bera slíkar sögusagnir tilbaka – það sé í alvöru allt í góðu milli þeirra. Báðum voru greiddar óheyrilegar upphæðir fyrir það eitt að mæta í Abu Dhabi. Þess vegna verða þeir að taka þátt í allskyns skrípalátum sem styrktaraðilarnir standa fyrir. Jay Yarow blaðamanni Business Insider finnst meðfylgjandi mynd t.a.m. afar neyðarleg af þeim félögum (eða með hans orðum á ensku (as goofy and embarrassing as it gets. We’re not Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Erlingsdóttir – 15. janúar 2013
Það er Ellý Erlingsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ellý fæddist 15. janúar 1962. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga þau 3 börn: Erling Daða, Guðrúnu og Kristján Gauta Emilsbörn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ellý til hamingju með afmælið hér að neðan: Ellý Erlingsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (64 ára); Ted N Tryba, 15. janúar 1967 (46 ára); og Will Strickler, 15. janúar 1986 (27 ára)… og…. Y.E. Yang (á kóreönsku: 양용은 ) 15. Lesa meira
Kaffi með kameldýri
Eftir nokkra stormasama daga í Abu Dhabi þá er Rory McIlroy tilbúinn að hefja 2013 keppnistímabilið í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hefst ekki á morgun heldur hinn. Þetta er fyrsta mótið fyrir efsta mann stigalista Evrópumótaraðarinnar og eins fyrsta mótið sem hann spilar með nýju Nike kylfunum sínum eins og allir golffréttavefir heimsins hafa gert skilmerkilega grein fyrir. Í þeim 5 skiptum sem Rory hefir tekið þátt í Abu Dhabi HSBC Golf Championship hefir hann ekki orðið neðar en í 11. sæti og hefir tvívegis orðið í 2. sæti; þ.e. á eftir Martin Kaymer 2011 og Robert Rock 2012. Reyndar hafa síðustu 19 hringir hans verið par eða betra og Lesa meira
Rory styður McGinley sem fyrirliða Ryder bikar liðs Evrópu – Myndskeið
Það hefir lengi verið vitað að Rory McIlroy styddi Paul McGinley sem fyrirliða liðs Evrópumanna í næstu Ryder bikars keppni, sem fram fer á Gleneagles golfvöllunum í Skotlandi á næsta ári, 2014. Tilkynnt verður um valið á nýja fyrirliðanum seinna í dag en nefndin hefir þegar setið og fundað í 1/2 tíma núna. Á Sky Sports er myndskeið þar sem Rory lýsir stuðningi sínum við Norður-Írann Paul McGinley og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Rory hefir komið fram í fjölda viðtala þar sem hann hefir lýst stuðningi við McGinley; m.a. er haft eftir honum að hann sé á móti því að menn séu valdir fyrirliðar tvisvar og Lesa meira
Kyle Stanley og Nick Watney eru líka á samningi hjá Nike – Myndskeið
Það eru ekki bara nr. 1 og 2 á heimslistanum í golfi sem eru á samningi hjá Nike – heldur líka nr. 21 og nr. 80 (þ.e. Nick Watney og Kyle Stanley). Gerð voru skemmtileg myndskeið með þeim Stanley og Watney þar sem þeir eru m.a. að auglýsa Nike skóinn. Í lok myndskeiðs Stanley, heldur hann m.a. utan um Watney og báðir á Nike skó í hendinni segir að skórinn standi hjarta sínu næst og það sé þannig sé tilfinningin (haldandi utan um Watney) í tánum að klæðast honum (skónum) Watney skellur upp úr yfir væmninni …. það hefir ekki verið leiðinlegt að vera við gerð þessarar auglýsingar!!! Til að Lesa meira
Rory segist spila upp á titla ekki peninga – ánægður með nýja Nike dræverinn
Í gær var tilkynnt um auglýsingasamning Nike við Rory McIlroy, sem talinn er $150-250 milljóna virði. Ekkert hefir verið gefið upp um skilmála samningsins og því er allt tal, m.a. um fjárhæðir, getgátur. The Irish Independent (sem oft hefir flutt áreiðanlegar fréttir af Rory) segir fjárhæðina vera $250 milljónir, samningstímann til 10 ára, en getur ekki heimilda…. Og allt í einu, eins og hendi sé veifað eru flestallir fjölmiðlar í dag á því að Rory sé að fá $250 milljónir (um 30 milljarða íslenskra króna) næstu 10 ár. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær sagði Rory m.a.: „Ég spila upp á titla, ekki peninga… ef ég er ekki búinn Lesa meira
GK: Fyrsta púttmót Keiliskvenna 2013 hefst n.k. miðvikudag 16. janúar stundvíslega kl. 19:00 – Mæting ekki seinna en 10 mín fyrr!!!
Fyrsta púttmót Keiliskvenna fer fram nk. miðvikudag kl. 19:00 – það er mikilvægt að mæta tímanlega til að hægt sé að byrja kl. 19:00 því Keiliskonur eru aðeins með salinn til kl.20.00 og þá þurfum verður að rýma hann. Mæting er því ekki seinna en 10 mín fyrir tímann!!! Mótin eru eingöngu ætluð konum úr Keili. Kaffi og Kristall uppi á eftir. Kvennanefndi Keilis vill hvetja þær konur sem eru nýjar í Keili að mæta á púttkvöldin því þau eru tilvalin vettvangur til að kynnast öðrum konum í klúbbnum. Keppnisfyrirkomulag púttmótanna: Mótin hefjast kl. 19.00 Leiknar verða 2 x 18 holur Mótsgjald er kr.500. – ekki eru tekin kort. Púttmeistari Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Moritz Lampert – (23. grein af 28)
Í kvöld er komið að því að kynna fyrstan af 3 kylfingum sem deildu 4. sætinu í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni; þ.e. Þjóðverjann Moritz Lampert. Hinir tveir kylfingarnir sem deildu 4. sæti með Lampert eru Estanislao Goya frá Argentínu og Peter Erofejeff frá Finnlandi. Moritz Lampert fæddist í 14. maí 1992 og er því 20 ára. Í Þýskalandi er hann í GC St. Leon Rot, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur. Þar byrjaði Moritz að spila golf 6 ára þegar afi hans tók hann með sér út á völl. Þegar hann varð 13 ára gerði hann sér grein fyrir að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrönn Harðardóttir – 14. janúar 2013
Það er Hrönn Harðardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrönn er fædd 14. janúar 1960. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri. Hrönn er gift Sigurði Oddssyni og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrönn til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrönn Harðardóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (77 ára); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (72 ára); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (69 ára); Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (58 ára) ….. og ….. Elin Lesa meira
Tilkynnt um milljónasamning Nike við Rory – Fyrsta Nike auglýsingamyndskeið Rory og Tiger
Það var tilkynnt nú í dag að Rory McIlroy hafi gert auglýsingasamning við Nike til fjölda ára – 10 ára er sú tímalengd sem gengur fjölunum hærra – en hefir ekki verið staðfest. Talið er að Rory fái í sinn hlut á tímabilinu $150-200 milljónir (um 18-25 milljarða íslenskra króna), en jafnvel það hefir ekki fengist staðfest. Rory mun auglýsa kylfur, bolta, golfföt og aukabúnað frá Nike og í fyrsta sinn nú í vikunni á Abu Dhabi HSBC mótinu. Reyndar hefir Rory notað Nike vörur allt frá því hann var ungur kylfingur að stíga sín fyrstu skref (sjá mynd hér að neðan). „Ég valdi Nike af fjölda ástæðna,“ sagði Rory Lesa meira







