Horft yfir á Hraunkot. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2013 | 20:45

GK: Fyrsta púttmót Keiliskvenna 2013 hefst n.k. miðvikudag 16. janúar stundvíslega kl. 19:00 – Mæting ekki seinna en 10 mín fyrr!!!

Fyrsta púttmót Keiliskvenna fer fram nk. miðvikudag kl. 19:00 – það er mikilvægt að mæta tímanlega til að hægt sé að byrja kl. 19:00 því Keiliskonur eru aðeins með salinn til kl.20.00 og þá þurfum verður að rýma hann. Mæting er  því ekki seinna en 10 mín fyrir tímann!!! Mótin eru eingöngu ætluð konum úr Keili. Kaffi og Kristall uppi á eftir.

Kvennanefndi Keilis vill hvetja þær konur sem eru nýjar í Keili að mæta á púttkvöldin því þau eru tilvalin vettvangur til að kynnast öðrum konum í klúbbnum.

Keppnisfyrirkomulag púttmótanna:

Mótin hefjast kl. 19.00

Leiknar verða 2 x 18 holur
Mótsgjald er kr.500. – ekki eru tekin kort.

Púttmeistari kvenna 2013 er sú sem er með besta samanlagt skor úr 4 hringjum.

STAÐARREGLUR HRAUNKOTS
Bolta skal staðsetja á milli leikmanns og merkis, ekki lengra frá merki en púttershaus.
____________________________________
Ef bolti leikmanns lendir það nálægt vegg að ekki er hægt að athafna sig,má færa boltannn styðstu leið í sama radíus frá holu þannig að hægt sé að pútta með eðlilegum hætti.
____________________________________
Ef bolti leikmanns lendir í vegg skal endurtaka höggið frá teig og telst þá eitt högg í víti.
____________________________________
Brot á staðarreglum varðar brottvísun úr mótum.