Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2013 | 12:00

Rory styður McGinley sem fyrirliða Ryder bikar liðs Evrópu – Myndskeið

Það hefir lengi verið vitað að Rory McIlroy styddi Paul McGinley sem fyrirliða liðs Evrópumanna í næstu Ryder bikars keppni, sem fram fer á Gleneagles golfvöllunum í Skotlandi á næsta ári, 2014.

Tilkynnt verður um valið á nýja fyrirliðanum seinna í dag en nefndin hefir þegar setið og fundað í 1/2 tíma núna.

Á Sky Sports er myndskeið þar sem Rory lýsir stuðningi sínum við Norður-Írann Paul McGinley og má sjá það með því að SMELLA HÉR: 

Rory hefir komið fram í fjölda viðtala þar sem hann hefir lýst stuðningi við McGinley; m.a. er haft eftir honum að hann sé á móti því að menn séu valdir fyrirliðar tvisvar og að það „verði dagur vonbrigða fyrir Evróputúrinn“ ef Paul McGinley verður ekki valinn fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum 2014.

Aðrir sem styðja Paul McGinley af „kraftaverkaliðinu í Medinah“ eru Justin Rose og Luke Donald.

Sá síðarnefndi tvítaði m.a. : „Ég vona að Paul McGinley fái tækifæri, hann hefir verið frábær varafyrirliði og á skilið að að fá tækifær#2014RyderCup.“