Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 10:00

Evróputúrinn: Rock veikur – dregur sig úr mótinu í Abu Dhabi

Sigurvegari Abu Dhabi HSBC Championship frá því á síðasta ári, Robert Rock, tekst ekki titilvörnin í ár, þar sem hann dró sig úr mótinu í morgun vegna veikinda, að sögn mótshaldara.

Hinn 35 ára Rock tókst að hafa betur en Tiger Woods og Rory McIlroy í fyrra, en titilvörnin í ár er heldur aumleg því hann varð að hætta leik eftir aðeins 1 spilaðan hring.

Reyndar var ljóst eftir hringinn í gær að Rock ætti ekki mikla möguleika á að verja titil sinn eftir að hafa komið í hús á vonbrigðaskori 76 höggum; jafnvel 1 höggi verr en Rory McIlroy.

Rock var í holli með Justin Rose, sem nú blómstrar í Abu Dhabi og er efstur í mótinu og sigurvegara Opna breska á s.l. ári Ernie Els.

Þegar mótið er hálfnað er Rose efstur því honum tókst að fylgja lægsta skori gærdagsins 67 högg eftir með 69 höggum í dag. Kannski að 4 stafa eftirnafn sem byrjar á R sé undir einhverri heillastjörnu hvað sigur varðar Rock í fyrra Rose í ár?

Heimild: Sport 360