Russell Henley eftir sigurinn á Sony Open 2013 – Hann sigraði á fyrsta PGA Tour mótinu sem hann spilaði í!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 11:00

PGA: Russell Henley meðal efstu manna á Humana Challenge – Castro, Kokrak og Hahn leiða – Hápunktar 1. dags

Nýliðinn Russell Henley er meðal efstu manna á Humana Challenge mótinu, sem hófst í gær á PGA West, (Palmer vellinum) í La Quinta, Kaliforníu.

Russell Henley komst í fréttirnar um síðustu helgi þegar hann vann Sony Open svo eftirminnilega, í fyrsta PGA móti sínu sem fullgildur PGA félagi.

Nú deilir Henley 4. sæti  (ásamt Áströlunum Aron Baddeley og Greg Chalmers og landa sínum Doug LaBelle) og er 1 höggi á eftir 3 forystumönnum 1. dags þeim Roberto Castro, Jason Kokrak og James Hahn, sem allir spiluðu 1. hring á 63 höggum.

Mjög lág skor eru greinilega í mótinu.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Humana Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Humana Challenge með því að SMELLA HÉR: