Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Konráð V. Þorsteinsson – 20. janúar 2013

Það er Akureyringurinn  Konráð V. Þorsteinsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Konráð er fæddur 20. janúar 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!!  Hann er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Konráð er kvæntur Sólrúnu Eyfjörð Torfadóttur og eiga þau 1 barn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Konráð V. Þorsteinsson    (40 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Tom Carter, 20. janúar 1968 (45 ára); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (43 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (41 árs); Derek Fathauer, 20. janúar 1986 (26 ára)…. og …… Guðrún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 16:30

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir um sigur Jamie Donaldson

Eftir að hafa unnið glæstan sigur í Abu Dhabi HSBC Golf Championship þá er blaðafulltrúi Evrópumótaraðarinnar fljótur að draga saman nokkrar staðreyndir um sigurvegarann, Jamie Donaldson og sigur hans: • Þetta er 2. sigur Donaldson á Evrópumótaröðinni í 268 mótum sem hann er búinn að taka þátt í. • Hann fer í 2. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar The Race to Dubai með  €373,875 í vinningsfé. • Donaldson fer úr 47. sætinu á topp-30 á heimslistanum. • Þetta er 2. tímabilið hans í röð á Evróputúrnum, sem hann sigrar á; fyrri sigurinn kom á Irish Open 2012. • Hann spilaði í 255 mótum á Evrópumótaröðinni þar til fyrsti sigurinn loksins kom Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 12:55

Evróputúrinn: Jamie Donaldson stóð uppi sem sigurvegari í Abu Dhabi – Myndskeið

Þvílíkt drama á lokaholunum í Abu Dhabi. Það leit út eins og Wales-verjinn Jamie Donaldson, ætti sigurinn vísan á Abu Dhabi HSBC Golf Championship…. en svo fékk hann skramba á 18. holu og allt galopnaðist aftur. Þess mætti geta að í 3 fyrstu hringjum sínum var hann tvívegis búinn að fá fugl á holuna og spurning hvort taugarnar hafi eitthvað gefið sig á 18. eða hann hafi bara verið svona óheppinn? Donaldson spilaði á samtals 14 undir pari, 204 höggum (67 70 69 68). Hann átti glæsihring í dag, þar sem flest féll með honum og hann skilaði  skorkorti upp á 1 skramba (á 18. holu), 4 fugla og 13 pör….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 11:00

Annika Sörenstam: „Að verða móðir er jafngott og að vinna risamót!“

Fyrir fimm árum ákvað Annika Sörenstam, einn af bestu kvenkylfingum allra tíma að hætta keppnisgolfi. Þegar einar dyr lokast opnast fjölda-margar aðrar líkt og er um svo margt annað í lífinu og svo hefir það svo sannarlega verið hjá Anniku. Annika fann fyrir engri öfund þegar fyrrum andstæðingar hennar tíuðu upp í risamótum síðasta árs. Hún fylgist aðeins með öðru auganu með, sérstaklega Yani Tseng, sem m.a. keypti gamla húsið hennar af henni í Flórída. En keppnisskapið hefir vikið fyrir móðurtilfinningum fyrir löngu síðan og Annika, sem sigrað hefir í 10 kvenrisamótum er sátt því henni finnst að hún hafi náð því besta út úr sér og hafa orðið eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 09:59

Evróputúrinn: Útsending á netinu beint frá Abu Dhabi HSBC Golf Championship hófst kl. 09:00

Í dag fer fram lokahringurinn á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum spila ekki um helgina og það sama er að segja um fleiri hetjur golfíþróttarinnar, menn á borð við: José Maria Olázabal, Kristoffer Broberg, Jeev Milkha Singh, Monty og Molinari bræður. Allir farnir heim. Hinir sem eftir eru berjast um efsta sætið í dag og á morgun og fremstur allra eftir þrjá hringi er Justin Rose með skor upp á samtals 204 högg (67 69 68). Til þess að sjá beina útsendingu frá Abu Dhabi HSBC Golf Championship á netinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 09:45

GSG: Janúarmóti nr. 2 aflýst í Sandgerði

Í tilkynningu frá Golfklúbbi Sandgerðis segir eftirfarandi: „Vegna veðurs verðum við því miður að aflýsa mótinu sem vera átti í dag. Veðrið kl 07:00 austan 15-23 metrar og rigning,og samkv veðurspá á bara eftir að bæta í vind. Við reynum aftur um næstu helgi.“

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 03:30

PGA: Scott Stallings leiðir fyrir lokahringinn á Humana Challenge – hápunktar og högg 3. dags

Það er Scott Stallings, sem leiðir fyrir lokahringinn á Humana Challenge mótinu, sem fram fer á PGA West í La Quinta, Kaliforníu. Stallings er samtals búinn að spila á 22 undir pari, 194 höggum (66 65 63).  Það var aðallega hringurinn í gærkvöldi upp á 63 högg, sem kom Stallings í sigurvænlega stöðu, en það er sjaldan sem sjást svo glæsileg skorkort. Stallings skilaði „hreinu“ skorkorti; fékk 2 erni, 5 fugla og 11 pör. Hann hefir nokkuð sannfærandi 5 högga forystu á næstu 5 kylfinga sem deila 2. sætinu á samtals 17 undir pari, 199 höggum þ.e. Roberto Castro, Stewart Cink, Charles Howell III, John Rollins og Charley Hoffman. Eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adele Peterson – 19. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Adele Peterson. Adele fæddist 19. janúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Adele var nýliði á LPGA 1986 en þangað komst hún eftir útskrift sem markaðsfræðingur frá University of Tulsa og eftir að hafa spilað í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu.  Hún spilaði á túrnum sem Adele Lukken en tók upp nafn eiginmanns síns Paul Peterson, eftir að þau giftust 1989. Adele og Paul eignuðust dætur sínar Paige (11. mars 1992) og Lucia Lea (23. ágúst 1994). Adele segir þjálfarann Mike McGetrick, íþróttasálfræðinginn Fran Pirozollo og yfirþjálfara University of Tulsa Dale McNamara hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála afmæliskylfingsins eru veiðar, m.a. stangveiði, hjólreiðar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 14:00

Hver er kylfingurinn: James Hahn?

James Hahn? Kannast einhver við kylfinginn Hahn? James Hahn leiðir þegar Humana Challenge er hálfnað með skor upp á 130 högg (63 67), en nafn hans er ekki mjög þekkt í golfheiminum ….. enn. James Hahn fæddist 2. nóvember 1981 í Seúl, Suður-Kóreu og er því 31 árs. Hann spilaði með University of California, Berkley í bandaríska háskólagolfinu og gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hann útskrifaðist 2003. Eftir útskrift spilaði Hahn á Canadian Tour, Korean Tour og Gateway Tour, þar til hann komst á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) árið 2010. Hahn varð í 29. sæti á peningalista þeirrar mótaraðar eftir að hafa 5 sinnum orðið meðal 10 efstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 13:30

Evróputúrinn: Justin Rose leiðir með 2 höggum fyrir lokahringinn

Englendingurinn Justin Rose leiðir með 2 höggum fyrir lokahring Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Rose er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 69 68). Í dag spilaði Rose á 4 undir pari; fékk 7 fugla, 8 pör og 3 skolla. Hann sagði eftir hringinn góða í dag, ánægður með stöðuna sem hann er í: „Ég kom hingað án nokkurra væntinga – ég kom til að sjá hver staðan á leiknum hjá mér er.“  Og svo bætti hann við: „Sá sem sigrar í þessari viku getur sagt að hann hafi unnið nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum. Hann getur sagt að hann hafi borið sigurorð Lesa meira