Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 18:30

GSS: Elvar, Árný og Hekla fulltrúar GSS við útnefningu UMSS á Íþróttamanni ársins 2012

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt samkomu föstudaginn 28.desember s.l. þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins fyrir árið 2012. Einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn í Skagafirði viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu

Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa á þessari samkomu.

Árný Lilja Árnadóttir var í kjöri til íþróttamanns ársins frá GSS. Hún átti mjög gott ár á golfvöllunum Norðanlands á s.l. ári, 2012; sigraði fjölda móta og leiddi kvennasveit GSS til sigurs í sveitakeppni GSÍ 2.deild á Ólafsfirði.

Þá fengu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson viðurkenningar sem ungt og efnilegt íþróttafólk.

Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2012 var síðan hestakonan Metta Manseth og óskar GSS henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

Heimild: GSS