Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 18:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Felicity Johnson – (21. grein af 27)

Það var enska stúlkan Felicity Johnson sem var ein í 7. sæti í lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember 2012.

Felicity Johnson er fædd 26. febrúar 1987 og er því 25 ára.

Golf 1 hefir áður verið með kynningu á þessari viðkunnanlegu, rauðhærðu stúlku þ.e. eftir að hún sigraði öllum á óvörum á Lacoste Open á París International golfvellinum, 2. október 2011.

Sjá má kynninguna á Felicity Johnson með því að SMELLA HÉR: 

Helsti stuðningsaðili Felicity er Harborne golfklúbburinn, þar sem hún var félagi á Englandi.