Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 08:00

GKG: Eva María Gestsdóttir, Viktor Markússon, Elísabet Ágústsdóttir, Magnús Friðrik Helgason, Kristófer Orri Þórðarson og Særós Eva Óskarsdóttir sigruðu á 1. púttmóti barna- og unglinga í GKG

Fyrsta mótið af níu í púttmótaröð barna og unglinga í GKG fór fram í Kórnum, laugardaginn 12. janúar þ.e. fyrir viku. Alls mættu 40 krakkar og tóku hring. Þátttaka var ókeypis og hvetur GKG  alla til að mæta í næstu mót. Mótin fara fram á tveggja vikna fresti og verður því næsta mótið 26. janúar þ.e. eftir viku. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra er náðu lægsta skorinu í hverjum flokki, en heildarúrslit má sjá með því að  SMELLA HÉR: 

12 ára og yngri stelpur
Eva María Gestsdóttir 30

12 ára og yngri strákar
Viktor Markússon 28

13 – 15 ára stúlkur
Elísabet Ágústsdóttir 28

13 – 15 ára strákar
Magnús Friðrik Helgason 27

16 – 18 ára piltar
Kristófer Orri Þórðarson 27

16 – 18 ára stúlkur
Særós Eva Óskarsdóttir 26

Texti: Úlfar Jónsson

Heimild: GKG