Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 13:13

Mótaskrá GSÍ 2013 er komin út

Golfsambandið hefir gefið út mótaskrá fyrir árið 2013.

Frá og með 16. janúar 2013 hefir verið hægt að nálgast mótaskrá GSÍ á forsíðu www.golf.is (hlekkur).

Það er ljóst að framundan er annasamt golfár og er það von allra sem að mótaskránni koma að þátttakan í mótunum verði góð eins og áður. Eimskipsmótaröðin verður á sínum stað en hún hefst 24.mai á Garðavelli, Akranesi.

Mótaraðir unglinga hefjast 18.mai á Þorlákshafnarvelli Þorlákshöfn (Mótaröð unglinga) og á Húsatóftavelli Grindavík (Áskorendamótaröðin). Í ár verða sjö mót á mótaröð unglinga í stað sex áður.

Meistaramót klúbbana verða síðan á tímabilinu 30.júní til 13.júlí en nánari upplýsingar er að finna hjá einstaka klúbbum.

Til þess að sjá mótaskrá GSÍ 2013 smellið á linkinn hér til hægri: http://www.golf.is/iw_cache/34285_Motaskra_2013.pdf