
PGA: Roberto Castro og Jamie Hahn í forystu þegar Humana Challenge er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Það eru Bandaríkjamennirnir Roberto Castro og Jamie Hahn, sem eru efstir þegar Humana Challenge, sem fram fer í PGA West, La Quinta í Kaliforníu, er hálfnað.
Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (63 67). Aðeins 1 höggi á eftir þeim eru Darron Stiles, Scott Stallings og Richard H. Lee.
9 kylfingar deila síðan 6. sætinu á 13 undir pari, 131 höggi, hver þ.á.m. Ástralarnir Greg Chalmers og Aron Baddeley ásamt þriðja forystumanni gærdagsins Jason Kokrak.
Á 11 undir pari, hver, eru síðan 7 aðrir kylfingar, sem deila 15. sætinu, en þeirra á meðal er nýliðinn Russell Henley.
Þekktari nöfnin sjást eftir því sem færist neðar á skortöflunni; t.a.m. er kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas í 78. sæti á samtals 6 undir pari og Phil Mickelson í 91. sæti á samtals 5 undir pari.
Mótið er galopið og stefnir í spennandi golfhelgi því aðeins munar 3 höggum á efstu 2 kylfingunum og þeim sem er í 22. sæti.
Til þess að sjá stöðuna þegar Humana Challenge er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 2. dags, sem James Hahn átti SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open