Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 02:00

PGA: Roberto Castro og Jamie Hahn í forystu þegar Humana Challenge er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Roberto Castro og Jamie Hahn, sem eru efstir þegar Humana Challenge, sem fram fer í PGA West, La Quinta í Kaliforníu, er hálfnað.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (63 67). Aðeins 1 höggi á eftir þeim eru Darron Stiles, Scott Stallings og Richard H. Lee.

9 kylfingar deila síðan 6. sætinu á 13 undir pari, 131 höggi, hver þ.á.m. Ástralarnir Greg Chalmers og Aron Baddeley ásamt þriðja forystumanni gærdagsins Jason Kokrak.

Á 11 undir pari, hver, eru síðan 7 aðrir kylfingar, sem deila 15. sætinu, en þeirra á meðal er nýliðinn Russell Henley.

Þekktari nöfnin sjást eftir því sem færist neðar á skortöflunni; t.a.m. er kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas í 78. sæti á samtals 6 undir pari og Phil Mickelson í 91. sæti á samtals 5 undir pari.

Mótið er galopið og stefnir í spennandi golfhelgi því aðeins munar 3 höggum á efstu 2 kylfingunum og þeim sem er í 22. sæti.

Til þess að sjá stöðuna þegar Humana Challenge er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags, sem James Hahn átti SMELLIÐ HÉR: