Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 09:00

GK: Anna Snædís sigraði á 1. púttmóti Keiliskvenna 2013 með 27 pútt!!!

Kvennanefnd Keilis sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Það var flott mæting á fyrsta púttmótið: 45 konur. Það var sérlega gaman að sjá nokkur ný andlit í hópnum og vonumst við til að sjá þær aftur á næstu mótum. Fyrir þær sem  nýjar eru í klúbbnum eða hafa ekki tekið þátt í kvennastarfinu þá eru púttkvöldin mjög góð leið til að komast inn í starfið. Besta skor kvöldsins átti Anna Snædís Sigmarsdóttir með 27 pútt; næst kom Helga Jóhannsdóttir með 29 pútt og 3. besta skor átti Lovísa Hermannsdóttir  með 30 pútt. Svo komu 5 konur með 31 pútt. Þetta verður hörkuspennandi í vetur. Anna Snædís Sigmarsdóttir 27 Helga Jóhannsdóttir 29 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 07:45

GKJ: Davíð Gunnlaugs og Jóhann Ísfeld sigruðu í Vetrarmóti GKJ

Tólfta Vetrarmót GKJ og um leið þriðja mót ársins 2013 fór fram síðastliðinn laugardag, 19. janúar 2013. Veðrið var aðeins að stríða mönnum þar sem það gekk á með rigningu og éljum í bland. Það mættu þó 53 manns í mótið en það var til að safna fyrir nýjum sjónvarps disk og ætti að hafa náðst fyrir honum. Það er skemmst frá því að segja að Davíð Gunnlaugsson sigraði í höggleik á 57 höggum og Jóhann Ísfeld Reynisson í puntakeppninni með 30 punkta. Annars urðu helstu úrslit mótsins þessi: Höggleikur: 1. Davíð Gunnlaugsson, 57 högg 2. Erlingur Snær Loftsson, 59 högg 3. Lárus Sigvaldason, 60 högg Punktakeppni m/forgjöf: 1. Jóhann Ísfeld Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 07:30

Lydia Ko tekur þátt í Australían Open

Áhugamaður nr. 1 í heiminum, hin 15 ára Lydía Ko, tekur þátt í the Women´s Australian Open ásamt tæpum helmingi af þeim atvinnumönnum sem eru á topp-10 á Rolex-heimslista kvenna. Breska golfdrottningin Laura Davies mun reyna að næla sér í 3. Australian Open titilinn meðan hin 17 ára bandaríska Lexi Thompson mun reyna að vinna sér inn 2. titil sinn á LPGA, í þessu móti sem er samstarfsverkefni LPGA, LET og ALPG og hefst í Canberra, á Valentínusardaginn, 14. febrúar n.k. Jessica Korda sem á titil að verja og er dóttir Petr Korda sem vann the Australian Open árið 1998 (í tennis) er ekki sú eina með fræga íþróttamenn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 07:00

Flytur Phil Mickelson frá Kaliforníu vegna óánægju með hækkun skatta?

Phil Mickelson sagði s.l. sunnudag, 20. janúar 2013 að hann væri ekki ánægður með hækkun skatta bæði á sambandsríkja og ríkjastigi. Mickelson lýsti óánægju sinni með skattahækkanirnar eftir Humana Challenge mótið. „Það munu verða nokkrar drastískar breytingar hjá mér vegna þess að ég er í þeim flokki sem verður verst úti bæði hvað varðar sambandsríkja (ens. federal) skattinn og ríkisskattinn (ens. state taxes) og vitið þið, það er bara ekki að gera sig fyrir mig,“ sagði hann. Mickelson hefir boðað til fréttamannafundar á miðvikudaginn, þar sem búist er við að hann skýri sjónarmið sín. „Sú lausn sem liggur næst við er að hann muni tilkynna um brottför sína frá Kaliforníu-ríki,“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus – 21. janúar 2013

Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 73 ára afmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940.   Golf 1 birti í fyrra 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1;   Jack Nicklaus 2;   Jack Nicklaus 3;  Jack Nicklaus 4;  Jack Nicklaus 5;  Jack Nicklaus 6;  Jack Nicklaus 7;  Jack Nicklaus 8;  Jack Nicklaus 9;  Jack Nicklaus 10;  Jack Nicklaus 11;  Jack Nicklaus 12 Já, Jack William Nicklaus er 73 ára í dag en hann fæddist í Columbus, Ohio 21. janúar 1940.  Jack Nicklaus hefir á ferli sínum sigrað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 11:30

Justin Rose kominn í 4. sæti heimslistans

Þrátt fyrir að hafa orðið af 1. sætinu á Abu Dhabi HSBC Golf Championship fer Justin Rose upp um 1 sæti á heimslistanum og er nú í 4. sæti, sem er það hæsta sem hann hefir komist á listanum. Rose er 0.01 stigi betri en Louis Oosthuizen sem vermdi 4. sætið í síðustu viku. Sigurvegarinn í Abu Dhabi, Jamie Donaldson frá Wales fer úr 48. sætinu inn á topp-30 og situr nú sem fastast í 29. sætinu. Sigurvegari Humana Challenge á PGA mótaröðinni Brian Gay fór úr 296. sætinu í 116. sætið á heimslistanum og þeir sem deildu 2. sætinu Svíinn David Lingmerth fór úr 227. sætinu í 137. sætið og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 09:00

GB: Golfklúbbur Borgarness 40 ára í dag!

Í dag á Golfklúbbur Borgarness 40 ára afmæli, en klúbburinn var stofnaður 21. janúar 1973. Það voru 13 Borgnesingar sem komu saman á hótelinu í Borgarnesi 21. janúar 1973 og bundust samtökum um að stofna golfklúbb. Í afmælisriti, sem gefið var út á 20 ára afmæli klúbbsins kemur fram að fyrsta árið hafi félagar í klúbbnum verið 30 talsins, sem hafi talist gott á þessum tíma, miðað við að íbúar á svæðinu voru aðeins 1200. Einnig segir í sama riti að aðeins 4 þrettánmenninganna hafi kunnað eitthvað fyrir sér í íþróttinni….. GB ætlar ekki að minnast dagsins sérstaklega fyrr en í sumar (væntanlega í júni) og þá er á dagskrá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 02:00

PGA: Brian Gay sigraði í 3 manna bráðabana á Humana Challenge – hápunktar og högg 4. dags

Það var Brian Gay, sem vann upp 6 högga forystu, sem Scott Stallings átti á hann fyrir lokahringinn og komst í 3 manna bráðabana á Humana Challenge í gærkvöldi. Allt var jafnt hjá þeim Brian Gay, Charles Howell III og Svíanum David Lingmerth eftir 72 spilaðar holur.  Allir voru þeir búnir að spila á samtals 25 höggum undir pari, 263 höggum.  Lingmerth átti ásamt Jamie Hahn (sem varð T-4) og Kevin Chappell lægsta skor 4. hrings á Humana Challenge 62 högg. Gay vann Lingmerth á 1. holu umspils og Howell III á 2. holu en 18. holan (par-5) var fyrsta hola umspils og fengu bæði Gay og Howell III fugla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 01:45

PGA: Glæsilegur ás Richard E. Lee á 15. braut PGA West – Myndskeið

Richard E. Lee fékk glæsilegan ás á 15. braut PGA West í La Quinta, Kaliforníu á Humana Challenge mótinu í gær. Golf 1 hefir áður kynnt Richard E. Lee en hann var einn af nýju strákunum á PGA mótaröðinni í fyrra. Til þess að sjá kynninguna  SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá myndskeið af flottum ási Richard E. Lee  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 21:00

Viðtalið: Örn Ævar Hjartarson, GS

Viðtalið í kvöld er við 9. besta kylfing á landsvísu, sem til margra ára var kylfingur nr. 1 forgjafarlega séð.  Hér fer viðtalið við einn allra besta kylfing okkar Íslendinga: Fullt nafn: Örn Ævar Hjartarson. Klúbbur: GS. Hvar ertu alinn upp? Ég er uppalinn í Keflavík – er Keflvíkingur. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er grunnskólakennari í Sandgerði. Ertu starfandi í einhverjum stjórnum tengdum golfi? Já , ég er varamaður í stjórn GS. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur Kristínu Þóru Möller og við eigum 2 dætur. Það er enginn byrjaður af alvöru, konan mín fer á fjölskyldumót tvisvar sinnum á ári. Hvenær byrjaðir Lesa meira