Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 16:30

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir um sigur Jamie Donaldson

Eftir að hafa unnið glæstan sigur í Abu Dhabi HSBC Golf Championship þá er blaðafulltrúi Evrópumótaraðarinnar fljótur að draga saman nokkrar staðreyndir um sigurvegarann, Jamie Donaldson og sigur hans:
• Þetta er 2. sigur Donaldson á Evrópumótaröðinni í 268 mótum sem hann er búinn að taka þátt í.

• Hann fer í 2. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar The Race to Dubai með  €373,875 í vinningsfé.

• Donaldson fer úr 47. sætinu á topp-30 á heimslistanum.

• Þetta er 2. tímabilið hans í röð á Evróputúrnum, sem hann sigrar á; fyrri sigurinn kom á Irish Open 2012.

• Hann spilaði í 255 mótum á Evrópumótaröðinni þar til fyrsti sigurinn loksins kom 2012 þ.e. á Irish Open. En það varð skemmra á milli næsta sigurs hans – hann hefir aðeins spilað í 13 mótum frá því hann vann síðast.

• Jamie er fyrsti Wales-verjinn til þess að sigra í Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

• Sigurinn er sá fyrsti í 7 skiptum sem Donaldson hefir tekið þátt í mótinu.

• Besti árangur hans fram til þessa í mótinu var T-11 árangur 2011.

• Þetta er í 2. skiptið í röð sem hann er meðal 10 efstu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en hann var í 9. sæti, 2012, í DP World Tour Championship, Dubai. (Fram að því var 9. sæti, sem hann deildi með öðrum, besti árangur hans á Evrópumótaröðinni.

• Hann þurfti að vinna upp 2 högg og það er stærsti munur í sögu the Abu Dhabi HSBC Golf Championship, á eftir 3 höggum sem Paul Casey varð að vinna upp árið 2007.

• Þetta er í 2. skipti í ár sem sigurvegari hefir þurft að vinna upp högg til að sigra; Donaldson varð að vinna upp 2 högg; Louis Oosthuizen 5 högg í the Volvo Golf Champions.

• Hann er 2. kylfingurinn, sem er  37 ára og sigrar Abu Dhabi HSBC Golf Championship,  þ.e. 37 ára og 92 daga. Hann er næstelsti sigurvegari mótsins, á eftir  Chris DiMarco sem er elsti sigurvegarinn, en hann vann árið 2006, þá 37 ára og 152 daga gamall.

AÐRAR STAÐREYNDIR

• Þetta er 46. velski sigurinn á Evrópumótaröðinni.

• Donaldson er 7. velski kylfingurinn til þess að sigra oftar en 1 sinni á Evrópumótaröðinni.

• Donaldson er búinn að tryggja sér kortið sitt á Evrópumótaröðinni til loka ársins 2015.

• Hann hlýtur stærstu vinningsfjárhæð ferils síns  €336,725 (58 milljónir íslenskra króna).

• Donaldson hlýtur þátttökurétt í  WGC – Bridgestone Invitational 2013, WGC – HSBC Champions 2013 og í Volvo Golf Champions, 2014.

• Þetta er 6. sigur Donaldson á atvinnumannsferli hans.

* Donaldson er 3. kylfingurinn, sem áður spilaði á Áskorendamótaröðinni til þess að sigra á Evrópumótaröðinni 2013. Þessir 3 kylfingar eru: Scott Jamieson (Nelson Mandela Championship presented by ISPS Handa), Louis Oosthuizen (Volvo Golf Champions) og Jamie Donaldson (Abu Dhabi HSBC Golf Championship)

• Þetta er 310. sigur fyrrum kylfings af Áskorendamótaröðinni á Evróputúrnum.

Heimild: europeantour.com