Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adele Peterson – 19. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Adele Peterson. Adele fæddist 19. janúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Adele var nýliði á LPGA 1986 en þangað komst hún eftir útskrift sem markaðsfræðingur frá University of Tulsa og eftir að hafa spilað í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu.  Hún spilaði á túrnum sem Adele Lukken en tók upp nafn eiginmanns síns Paul Peterson, eftir að þau giftust 1989. Adele og Paul eignuðust dætur sínar Paige (11. mars 1992) og Lucia Lea (23. ágúst 1994). Adele segir þjálfarann Mike McGetrick, íþróttasálfræðinginn Fran Pirozollo og yfirþjálfara University of Tulsa Dale McNamara hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála afmæliskylfingsins eru veiðar, m.a. stangveiði, hjólreiðar og að spila á píanó. Adele var valin „Miss Golf” af Golf Digest árið 1981.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mary Mills 19. janúar 1940 (73 ára);  Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (38 ára);  Brian Harman, 19. janúar 1987 (25 ára stórafmæli!!!) ….. og …..