Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 11:00

Annika Sörenstam: „Að verða móðir er jafngott og að vinna risamót!“

Fyrir fimm árum ákvað Annika Sörenstam, einn af bestu kvenkylfingum allra tíma að hætta keppnisgolfi. Þegar einar dyr lokast opnast fjölda-margar aðrar líkt og er um svo margt annað í lífinu og svo hefir það svo sannarlega verið hjá Anniku.

Annika fann fyrir engri öfund þegar fyrrum andstæðingar hennar tíuðu upp í risamótum síðasta árs. Hún fylgist aðeins með öðru auganu með, sérstaklega Yani Tseng, sem m.a. keypti gamla húsið hennar af henni í Flórída. En keppnisskapið hefir vikið fyrir móðurtilfinningum fyrir löngu síðan og Annika, sem sigrað hefir í 10 kvenrisamótum er sátt því henni finnst að hún hafi náð því besta út úr sér og hafa orðið eins góð og hún framast gat. „Það var bara komið að leikslokum hjá mér.“

Annika Sörenstam

Annika Sörenstam

Eitt sinn var Annika að staðaldri andvaka við það að greina golfleik sinn í tölvu en síðustu ár hefir hún legið andvaka yfir börnum sínum tveimur, sérstaklega William syni sínum,  fæddum 21. mars 2011, en hann var fyrirburi, sem fæddist eftir 27 vikur  (þ.e. fæddist eftir 6 mánaða og 3 vikna meðgöngu) og lá fyrstu 8 vikur lífs síns í hitakassa.  Svo var Will tekin úr hitakassanum og öllum vélunum og tækjunum, sem fylgdust með framvindu hans. „Það voru svo margar vélar og tæki og allt í einu þurftum við að sjá um hann,“ sagði Annika.  „Við bara stóðum og störðum á þetta litla kríli. Við vorum mjög heppinn, hann varð algjör knúsibolla og daglegt „bond-unar“ ferli virkaði. Eftir að Will braggaðist fór fjölskyldan m.a. í sumarfrí s.l. sumar til Svíþjóðar.

Annika hefir ekki sagt algerlega skilið við golfið.  Hún var varafyrirliði í sigursælu liði Evrópu í Solheim Cup 2011 og hún var í samstarfi með Jack Nicklaus, en þau sóttu um að fá að hanna Ólympíu golfvöllinn í Brasílíu. Þau unnu ekki, en Anniku finnst hún hafa lært mikið af því að vinna með 18-földum sigurvegara risamóta.  Hún dáist að hversu mikið Nicklaus hugsar um hvert smáatriði, sbr.: „Hann veit að það er meira varið í leik kvenkylfinga en svo að hann staðsetji kvennateigana aðeins framar. Hann er með næsta högg í huga og næsta.

 Hún hefir verið óspör við að gefa yngri kvenkylfingum ráð, m.a. Yani Tseng.  „Það sem þær vilja m.a. fá að vita er hvernig samskipti eiga að vera við kylfusveina, hvernig mér tókst að ráða við dagskrá mína og hvernig ég tókst á við stress.  Annika hefir og mjög ákveðnar skoðanir varðandi kvenkylfinga dagsins í dag. Hún setur t.a.m. spurningarmerki við það að stelpurnar séu að hefja feril sinn of snemma.

Annika var í 6 ár nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna 2001-2006 áður en hún missti hvatann til að spila í keppnisgolfinu. „Allt í einu,“ sagði hún „skipti ekki máli hvort ég vann einn titilinn enn.“  Hún er hæstánægð í móðurhlutverkinu í dag, sem hún segir jafngott og að vinna risatitil!!!

Heimild: Women & Golf nóv/des 2012