Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2013 | 03:30

PGA: Scott Stallings leiðir fyrir lokahringinn á Humana Challenge – hápunktar og högg 3. dags

Það er Scott Stallings, sem leiðir fyrir lokahringinn á Humana Challenge mótinu, sem fram fer á PGA West í La Quinta, Kaliforníu.

Stallings er samtals búinn að spila á 22 undir pari, 194 höggum (66 65 63).  Það var aðallega hringurinn í gærkvöldi upp á 63 högg, sem kom Stallings í sigurvænlega stöðu, en það er sjaldan sem sjást svo glæsileg skorkort. Stallings skilaði „hreinu“ skorkorti; fékk 2 erni, 5 fugla og 11 pör.

Hann hefir nokkuð sannfærandi 5 högga forystu á næstu 5 kylfinga sem deila 2. sætinu á samtals 17 undir pari, 199 höggum þ.e. Roberto Castro, Stewart Cink, Charles Howell III, John Rollins og Charley Hoffman.

Eftir 3. hring sagði Stallings m.a.: „Ég spilaði áfram agressívt. Að spila með John (Rollins) var stórkostleg hjálp. Hann er góður gæi og það var gott að spila með honum …. Við settum niður marga fugla s.l. daga og hvöttum hvorn annan áfram.“

Eftir 3. hring var skorið niður og komust nokkrir þekktir kylfingar ekki í gegnum niðurskurð. Þeirra á meðal voru Robert KarlsonJesper Parnevik, Trevor Immelman, Jhonattan Vegas og Steve Marino.

Til þess að sjá stöðuna á Humana Challenge eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Humana Challenge sem er örn Scott Stallings SMELLIÐ HÉR: