
Hver er kylfingurinn: James Hahn?
James Hahn? Kannast einhver við kylfinginn Hahn?
James Hahn leiðir þegar Humana Challenge er hálfnað með skor upp á 130 högg (63 67), en nafn hans er ekki mjög þekkt í golfheiminum ….. enn.
James Hahn fæddist 2. nóvember 1981 í Seúl, Suður-Kóreu og er því 31 árs. Hann spilaði með University of California, Berkley í bandaríska háskólagolfinu og gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hann útskrifaðist 2003. Eftir útskrift spilaði Hahn á Canadian Tour, Korean Tour og Gateway Tour, þar til hann komst á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) árið 2010. Hahn varð í 29. sæti á peningalista þeirrar mótaraðar eftir að hafa 5 sinnum orðið meðal 10 efstu nýliðaár sitt.
Þann 4. júní 2012 sigraði hann í fyrsta sinn á Web.com Tour þ.e. í Rex Hospital Open eftir að hafa unnið Scott Parel í umspili. Daginn eftir var hann kominn um borð í flugvél til þess að taka þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska, sem hann vann og spilaði því í fyrsta risamóti sínu 2012 …. en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Engu að síður reynslan var fín og nýtist eflaust í komandi mótum.
Hahn komst á PGA Tour vegna góðrar frammistöðu sinnar á Web.com Tour. Nú þegar hann er að taka þátt í aðeins 3. móti sínu á PGA Tour á ferli sínum er hann í efsta sæti með samtals 130 högg (63 67), á Humana Challenge.
Þetta er allt saman heillandi en þó langt því frá það sem er áhugaverðast við hann.
Hahn brosir mikið og finnst gaman að segja sögur, s.s. eins og að hann leiti enn á YouTube að sveifluráðum („Ég vil bara að sveilfa mín sé falleg.“)
Hann drekkur Coke en aðeins 1 á dag vegna þess að kona hans vill ekki að hann láti ofan í sig meira af koffeini.
Á föstudaginn eftir 1. dag Humana Challenge, þegar Hahn var í forystu með þeim Castro og Kokrak, á miðjum blaðamannafundi hringdi farsíminn hans … á hinum endanum var mamma hans, sem var jafn hissa á því og hann að hann skyldi leiða mótið.
„Þetta er besta starfið sem hægt er að hugsa sér,“ sagði hinn 31 ára Hahn. „Þetta er eitt af þeim störfum, þar sem ég segi að ef ég skyldi deyja í dag, myndi ég segja „hey Jesú, ég skemmti mér vel þarna niðri (á jörðinni).“
Hahn er frá Suður-Kóreu en hefir búið í Bandaríkjunum frá því hann var 2 ára. Hann var sterkur kylfingur þegar sem unglingur, keypti fyrsta settið sitt á eBay og var í háskóla á golfskólastyrk.
Eftir að hann varð atvinnumaður eyddi hann sparnaði sínum á 3 mánuðum og varð að grípa til allskyns starfa til þess að hafa í sig og á og fjármagna ferilinn. Hann fjárfesti í verðbrefum og græddi $3,400 (u.þ.b. 500.000 íslenskar krónur).
Árið 2004 fékk hann leyfi til að starfa sem fasteignasali, en það varði aðeins í stuttan tíma – hann vann síðan hjá markaðsfyrirtæki og síðan auglýsingastofu. Árin 2005-2006 seldi hann kvenskó í Nordstrom. Auðvitað var hann spurður að því hvort hann hefði tekið það starf til þess að kynnast konum. Og svar hans „Algjörlega, í alvöru ég tók starfinu þess vegna.“ En honum leiddist starfið eftir 1 ár og tók því að sér stöðu aðstoðarkennara í Richmond Country Club í Kaliforníu, þar sem hann gat æft á fullu en líka unnið sér inn einhvern pening.
Um haustið 2006 tók hann þátt í Q-school fyrir Canadian Tour en komst ekki í gegn en í engu niðurbrotinn blaðaði hann fram $6,000 til þess að taka þátt í the U.S. Pro Golf Tour. Mótaröðin hætti aðeins mánuði eftir að hann hafði varið aleigunni til að geta spilað á henni.
„Á þessu stigi hafði ég misst allt sem ég hafði safnað,“ sagði hann „u.þ.b. $10,000″. „Draumurinn um að spila á PGA Tour virtist fjarlægur.“
Í lok ársins flaug hann til Malasíu til þess að taka þátt í Korean Tour Q-School. Hann komst í gegn, spilaði á kóreanska PGA árið 2007 og komst á kanadíska PGA Tour næsta haust.
Seint á árinu 2008, með aðeins $288 á bankabókinni sinni var hann enn í leit að vinnu; hann þarfnaðist þess virkilega að spila vel í Edmonton – gengi eitthvað úrskeiðis yrði hann að fá peninga lánaða og fljúga heim. Hann varð í 8. sæti, sem var besti árangur hans til þessa og gat spilað 1 ár í viðbót á mótaröðinni áur en hann komst á Web.com Tour, þar sem hann spilaði 2010-2012.
Á síðasta ári borgaði þrjóskan í honum sig að hafa haldið áfram í golfinu, því hann vann eins og áður segir í fyrsta sin á Web.com, varð í 2. sæti tvívegis og varð í 5. sæti peningalistans, sem þýddi að kortið eftirsótta á PGA Tour var hans. Þetta var ævidraumur hans sem rættist, en hann segir að fram til þessa hafi þetta ekki verið sú mikla sýning sem hann bjóst við.
„Ég verð að segja að ég sá miklu fleiri sætar stelpur þegar ég seldi kvenskó í Nordstrom heldur en á PGA Tour,“ sagði Hahn og hló!
„En tímabilið er líka rétt byrjað,“ sagði hann. „Komið og talið við mig eftir Phoenix.“
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023