Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 09:00

GB: Golfklúbbur Borgarness 40 ára í dag!

Í dag á Golfklúbbur Borgarness 40 ára afmæli, en klúbburinn var stofnaður 21. janúar 1973.

Það voru 13 Borgnesingar sem komu saman á hótelinu í Borgarnesi 21. janúar 1973 og bundust samtökum um að stofna golfklúbb.

Í afmælisriti, sem gefið var út á 20 ára afmæli klúbbsins kemur fram að fyrsta árið hafi félagar í klúbbnum verið 30 talsins, sem hafi talist gott á þessum tíma, miðað við að íbúar á svæðinu voru aðeins 1200.

Einnig segir í sama riti að aðeins 4 þrettánmenninganna hafi kunnað eitthvað fyrir sér í íþróttinni…..

GB ætlar ekki að minnast dagsins sérstaklega fyrr en í sumar (væntanlega í júni) og þá er á dagskrá að gera það þannig að eftir verði tekið!

Golf 1 óskar GB til hamingju með stórafmælið!!!

Heimild: Afmælisnefnd GB