Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng – 23. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 24 ára í dag. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að smella hér: YANI TSENG Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Soffía Margrét Hafþórsdóttir 41 árs afmæli! Valgeir Guðjónsson 61 árs afmæli! Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með daginn! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Evróputúrinn: Ricardo Santos leiðir á Qatar Masters eftir 1. dag
Sir Henry Cotton nýliði ársins 2012 á Evrópumótaröðinni, Portúgalinn Ricardo Santos, er efstur á Qatar Masters, sem hófst í Doha í dag. Santos kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum. Hann fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla á hringnum. Hinn 30 ára Santos, sem er frá Faro sagði eftir hringinn góða í dag: „ Stutta spilið mitt var virkilega ótrúlegt. Ég fékk mikið sjálfstraust í síðustu viku, en ég vil ekki setja mig undir meiri pressu – ég vil bara njóta.“ „Að verða nýliði árs gaf mér mikið sjálfstraust fyrir þetta keppnistímabil. Ég æfi mikið til þess að leikurinn verði stöðugri og það er markmiðið fyrir Lesa meira
GÁ: Aðalfundur verður haldinn 5. febrúar nk. kl. 20 í Haukshúsi
Aðalfundur GÁ verður haldinn þriðjudaginn 5.febrúar 2013 kl. 20.00 í Haukshúsi. Dagskrá 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla formanns. 3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 4. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 5. Umræða og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar ef einhverjar eru. 6. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Önnur mál. Með kveðju Stjórn Golfklúbbs Álftaness
Tiger flutti frá Kaliforníu vegna skatta – skilur Phil
Meðan Phil Mickelson var að biðja almenning afsökunnar á því að hafa látið í ljós skoðanir sínar á skattalögum Bandaríkjanna og sérstaklega skattalögum Kaliforníu þá viðurkenndi Tiger Woods að hafa fluttst frá Kaliforníu vegna hárra skatta. Í ríkjum, sem vinsæl eru meðal kylfinga s.s. Flórída og Texas eru engir tekjuskattar lagðir á af ríkinu sjálfu, öfugt við Kaliforníu, en síðan í nóvember 2012 hefir verið 13.3% tekjuskattur, sem kemur til viðbótar ríflega 39% alríkis-eða sambandsríkisskatti í Bandaríkjunum (en 39% tekjuskattur er lagður á þá sem eru að meðaltali með $1 milljón í tekjur á mánuði, en Phil fellur svo sannarlega í þann flokk). Bara á s.l. ári var Phil með Lesa meira
Viðtalið: Guðjón Grétar Daníelsson, GR og GÚ
Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara Golfklúbbs Úthlíðar 2012 og einn af 20 félögum í Elítunni, félagsskaps í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Guðjón Grétar Daníelsson. Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Úthlíðar. Hvar og hvenær fæddistu? Í Kópavoginum, 14. desember 1964. Hvar ertu alinn upp? Í Kópavoginum. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég starfa hjá Íslandsbanka og er í námi í viðskiptafræði með vinnu í HÍ. Hvað er það sem varð til þess að þú varðst klúbbmeistari GÚ á síðasta ári? Ætli ég hafi ekki bara verið að spila betur en andstæðingarnir og gert færri mistök. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er alltaf að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Lisa McCloskey – (22. grein af 27)
Næst verða kynntar þær tvær sem deildu 5. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember 2012; Lisa McCloskey og Chie Arimura. Byrjað verður á að kynna bandarísku stúluna Lisu McCloskey. Lisa McCloskey fæddist 7. ágúst 1991 í Bogota, Kólombíu, dóttir Jeff og Maríu McCloskey og er því 21 árs. Hún á einn bróður, Jay. Lisa var í verðlaunasæti á USGA Public Links mótinu 2012 og varð í 2. sæti 2008. Lisa var í University of Southern California (USC) og útskrifaðist í fyrra með gráðu í alþjóða samskiptum. Öll ár sín í háskóla var hún All-American í USC og Pepperdine. Hún spilaði Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Unnur Ólöf Halldórsdóttir. Hún er fædd 22. janúar 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!! Unnur Ólöf er í Golfklúbbi Borgarness, sem einmitt átti 40 ára afmæli í gær! Golf 1 hefir tekið viðtal við afmæliskylfinginn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Unnar Ólafar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Unnur Ólöf Halldórsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Becky Pearson, 22. janúar 1956 (57 ára); Barb Thomas Whitehead, 22. janúar 1961 (52 árs); Paul Baltahazar Getty, 22. janúar 1975 (38 ára)…… og ….. Sigurbjörn Sigfússon (45 ára) Alfreð Lesa meira
GR: Ragnar Ólafsson efstur eftir 1. púttmót karla
Það var Ragnar Ólafsson sem sigraði á 1. púttmóti karla í GR, sem fram fór fimmtudaginn 17. janúar s.l. Ragnar var á 56 púttum en alls eru spilaðar 2 x 18 holur. Það voru 138 GR-ingar sem skemmtu sér vel í fyrsta púttmóti vetrarins, enda mikil stemning fyrir mótinu. Líkt og undanfarin ár er boðið upp á tvennskonar keppni: einstaklings- og liðakeppni, þar sem 3 pútterar skipa lið, þar sem allir spila 2 x 18 og skila síðan inn bestu 4 hringjum af 6. Mótið stendur yfir í 10 vikur og 6 bestu skor af 10 telja. Lokakvöldið verður 21. mars og verður verðlaunaafhending að loknu móti og einnig boðið Lesa meira
GA: Jónasína Arnbjörnsdóttir og Sigurður Samúelsson leiða eftir 7 mót í Rydernum
Staðan í undankeppninni fyrir Ryderkeppnina í vor að loknum 7 mótum: Í karlaflokki leiðir Sigurður Samúelsson með 226 pútt og í kvennaflokki Jónasína Arnbjörnsdóttir með 233 pútt. Það er ekki of seint að byrja að taka þátt þar sem mótin eru 16 talsins og einungis 8 sem telja. Karlar keppa á þriðjudagskvöldum frá kl 18.30 – 20.30 og konurnar á miðvikudögum á sama tíma. Hér fylgir tafla þar sem skor allra keppenda kemur fram: Konur Púttmótaröð GA Konur 1 2 3 4 5 6 7 8 16 Högg 1 Jónasína Arnbjörnsdóttir 33 36 34 31 33 32 34 233 7 mót 2 Þórunn Anna Haraldsdóttir 34 34 35 Lesa meira
Afsökunarbeiðni Phil Mickelson
Atvinnukylfingurinn Phil Mickelson, sem býr í San Diego, Kaliforníu sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær, eftir mikla gagnrýni almennings í Bandaríkjunum; eftir að hann gaf í skyn að hann væri að hugsa um að flytja frá Kaliforníu eða jafnvel draga sig í hlé úr golfi vegna hækkanna á sambandsríkja (ens. federal) og ríkjaskattinum (ens. state tax) í Kaliforníu. Mickelson fannst hann verða að skýra yfirlýsingar sínar sem hann lét í ljós eftir Humana Challenge mótið í La Quinta Country Club. Hann sagði m.a.: „Í augnablikinu er ég, líkt og margir Bandaríkjamenn, sem eru að reyna að skilja skattalögin, að læra inn á þau og tala við fólk, sem er að Lesa meira









