Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 09:00

GK: Anna Snædís sigraði á 1. púttmóti Keiliskvenna 2013 með 27 pútt!!!

Kvennanefnd Keilis sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Það var flott mæting á fyrsta púttmótið: 45 konur. Það var sérlega gaman að sjá nokkur ný andlit í hópnum og vonumst við til að sjá þær aftur á næstu mótum. Fyrir þær sem  nýjar eru í klúbbnum eða hafa ekki tekið þátt í kvennastarfinu þá eru púttkvöldin mjög góð leið til að komast inn í starfið.

Besta skor kvöldsins átti Anna Snædís Sigmarsdóttir með 27 pútt; næst kom Helga Jóhannsdóttir með 29 pútt og 3. besta skor átti Lovísa Hermannsdóttir  með 30 pútt. Svo komu 5 konur með 31 pútt. Þetta verður hörkuspennandi í vetur.

Anna Snædís Sigmarsdóttir

27

Helga Jóhannsdóttir

29

Lovísa Hermansdóttr

30

Ásta Jóna Skúladóttir

31

Kristín Fjóla

31

Valgerður Bjarnadóttir

31

Þórdís Geirsdóttir

31

Heba

31

Lokahóf Keiliskvenna er sett 15. mars, þá verður verðlaunaafhending fyrir púttmótin og hefðbundin skemmtun; Keiliskonur takið frá það kvöld!

Hlökkum til að sjá ykkur á á morgun, miðvikudaginn kl. 19:00, munið að mæta tímanlega, við byrjum á stundvíslega.