
PGA: Brian Gay sigraði í 3 manna bráðabana á Humana Challenge – hápunktar og högg 4. dags
Það var Brian Gay, sem vann upp 6 högga forystu, sem Scott Stallings átti á hann fyrir lokahringinn og komst í 3 manna bráðabana á Humana Challenge í gærkvöldi.
Allt var jafnt hjá þeim Brian Gay, Charles Howell III og Svíanum David Lingmerth eftir 72 spilaðar holur. Allir voru þeir búnir að spila á samtals 25 höggum undir pari, 263 höggum. Lingmerth átti ásamt Jamie Hahn (sem varð T-4) og Kevin Chappell lægsta skor 4. hrings á Humana Challenge 62 högg.
Gay vann Lingmerth á 1. holu umspils og Howell III á 2. holu en 18. holan (par-5) var fyrsta hola umspils og fengu bæði Gay og Howell III fugla en Lingmerth skolla og því var Svíinn úr leik. Einvígið milli Gay og Howell III fór síðan fram á 10. holu (par-4) og aftur fékk Gay fugl en Howell III skolla. Sigurinn var því Brian Gay´s!!!
Joseph Brian Gay er fæddur 14. desember 1971 í Fort Worth, Texas og er því nýorðinn 41 árs. Hann gerðist atvinnumaður 1994 og hefir á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi sigrað 9 sinnum, þar af 4 sinnum á PGA mótaröðinni. Sigurinn í gær var 4. sigur hans – en 4 ár eru síðan að hann vann síðast á PGA mótaröðinni en það var 14. júní 2009 á St. Jude Classic. (Árið 2009 var Gay sérlega gott en á því vann hann 2 af 4 sigrum sínum á PGA).
Jamie Hahn og Scott Stallings deildu 4. sætinu á samtals 24 undir pari, hvor og Nicholas Thompson (bróðir Lexi) og Ryan Palmer deildu 6. sætinu á samtals 23 undir pari, hvor og Jason Kokrak (sem leiddi 1. dag Humana Challenge) og Kevin Chappell deildu 8. sæti á samtals 22 undir pari, hvor. Richard E. Lee, sem átti fallegan ás á 15. braut PGA West vallarins, þar sem Humana Challenge fór fram varð síðan í 10. sæti ásamt 5 öðrum kylfingum á 21 undir pari samtals, hver.
Munurinn var því naumur milli efstu manna og aðeins 4 högg sem skilja að þann sem varð í 1. og þann sem varð í 15. sæti!!!
Til þess að sjá úrslitin á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022