Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2013 | 11:30

Justin Rose kominn í 4. sæti heimslistans

Þrátt fyrir að hafa orðið af 1. sætinu á Abu Dhabi HSBC Golf Championship fer Justin Rose upp um 1 sæti á heimslistanum og er nú í 4. sæti, sem er það hæsta sem hann hefir komist á listanum.

Rose er 0.01 stigi betri en Louis Oosthuizen sem vermdi 4. sætið í síðustu viku.

Sigurvegarinn í Abu Dhabi, Jamie Donaldson frá Wales fer úr 48. sætinu inn á topp-30 og situr nú sem fastast í 29. sætinu.

Sigurvegari Humana Challenge á PGA mótaröðinni Brian Gay fór úr 296. sætinu í 116. sætið á heimslistanum og þeir sem deildu 2. sætinu Svíinn David Lingmerth fór úr 227. sætinu í 137. sætið og Charles Howell III fór úr 96. sætinu í 66. sæti heimslistans.

Röð efstu manna á heimslistanum er óbreytt Rory McIlroy er langefstur með 12.37 stig og fátt sem ógnar honum; Tiger kemur næstur með 8.16 stig og Luke Donald fast á hæla honum með 8.11 stig.

Sjá má stöðu efstu manna á heimslistanum með því að SMELLA HÉR: