Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 07:30

Lydia Ko tekur þátt í Australían Open

Áhugamaður nr. 1 í heiminum, hin 15 ára Lydía Ko, tekur þátt í the Women´s Australian Open ásamt tæpum helmingi af þeim atvinnumönnum sem eru á topp-10 á Rolex-heimslista kvenna.

Breska golfdrottningin Laura Davies mun reyna að næla sér í 3. Australian Open titilinn meðan hin 17 ára bandaríska Lexi Thompson mun reyna að vinna sér inn 2. titil sinn á LPGA, í þessu móti sem er samstarfsverkefni LPGA, LET og ALPG og hefst í Canberra, á Valentínusardaginn, 14. febrúar n.k.

Jessica Korda sem á titil að verja og er dóttir Petr Korda sem vann the Australian Open árið 1998 (í tennis) er ekki sú eina með fræga íþróttamenn í fjölskyldunni, sem tekur þátt –  Cheyenne Woods, frænka Tiger, keppir líka.

Ástralski frægðarhallarkylfingurinn Karrie Webb verður líka í mótinu, ásamt hinni ungu nýsjálensku Lydíu Ko, en sú síðarnefnda er yngsti sigurvegari á LPGA móti.

Ko vann NSW Open á síðasta ári 14 ára og hélt sigurgöngunni áfram þegar hún sigraði í  US Women’s Amateur tournament.

Hún hlaut m.a. þátttökurétt á Canadian Open og varð yngsti áhugamaðurinn til þess að vinna mótið í 43 ár og sú yngsta, eins og áður segir, til þess að vinna í LPGA móti.

Heimild:  nz.sports.yahoo.com