Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 07:00

Flytur Phil Mickelson frá Kaliforníu vegna óánægju með hækkun skatta?

Phil Mickelson sagði s.l. sunnudag, 20. janúar 2013 að hann væri ekki ánægður með hækkun skatta bæði á sambandsríkja og ríkjastigi.

Mickelson lýsti óánægju sinni með skattahækkanirnar eftir Humana Challenge mótið.

„Það munu verða nokkrar drastískar breytingar hjá mér vegna þess að ég er í þeim flokki sem verður verst úti bæði hvað varðar sambandsríkja (ens. federal) skattinn og ríkisskattinn (ens. state taxes) og vitið þið, það er bara ekki að gera sig fyrir mig,“ sagði hann.

Mickelson hefir boðað til fréttamannafundar á miðvikudaginn, þar sem búist er við að hann skýri sjónarmið sín.

„Sú lausn sem liggur næst við er að hann muni tilkynna um brottför sína frá Kaliforníu-ríki,“ sagði Richard Rider, sem fer fyrir San Diego Tax Fighters samtökunum.

Rider sagði að Mickelson væri í sömu sporum og margir ríkir Kaliforníubúar. Það er svona sem Mickelson lýsti stöðunni eftir Humana mótið:
„Ef lagðir eru saman allir sambandríkjaskattarnir og maður horfir á örorkubætur í ríkinu, atvinnuleysisstyrki og almannatryggingar og síðan ríkisskattinn þá er skattur minn um 62-63%,“ sagði Mickelson.

Rider segir að frumvarpi nr. 30, sem kjósendur í Kaliforníu samþykktu s.l. nóvember, sé um að kenna.

„Endurskoðandi getur aðstoðað, en það fyrsta sem endurskoðandi segir einhverjum sem býr í Kaliforníu eftir að við samþykktum þennan 13.3% skatt er að flytja úr ríkinu,“ sagði hann.

10News reyndi að hafa samband við skrifstofu Jerry Brown, ríkisstjóra,  sem var lokuð í gær vegna Martin Luther King Jr. frídagsins.

Aðspurður í nóvember s.l. um brotthvarf ríka fólksins frá Kaliforníu vegna frumvarps nr. 30 þá vitnaði ríkisstjórinn í rannsókn Stanford háskóla:

„Flestir (hinna ríku)- þegar þeir fara – fara vegna slæms lögskilnaðar – þannig að ég myndi segja að ef þeir myndu vinna í samböndum sínum munum við sjá um að verja skattfé þeirra með skynsömum hætti.“  […]

Heimild: www.10news.com