Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 07:45

GKJ: Davíð Gunnlaugs og Jóhann Ísfeld sigruðu í Vetrarmóti GKJ

Tólfta Vetrarmót GKJ og um leið þriðja mót ársins 2013 fór fram síðastliðinn laugardag, 19. janúar 2013. Veðrið var aðeins að stríða mönnum þar sem það gekk á með rigningu og éljum í bland. Það mættu þó 53 manns í mótið en það var til að safna fyrir nýjum sjónvarps disk og ætti að hafa náðst fyrir honum. Það er skemmst frá því að segja að Davíð Gunnlaugsson sigraði í höggleik á 57 höggum og Jóhann Ísfeld Reynisson í puntakeppninni með 30 punkta. Annars urðu helstu úrslit mótsins þessi:

Höggleikur:

1. Davíð Gunnlaugsson, 57 högg

2. Erlingur Snær Loftsson, 59 högg

3. Lárus Sigvaldason, 60 högg

Punktakeppni m/forgjöf:

1. Jóhann Ísfeld Reynisson, 30 punkta

2. Þórhallur Kristvinsson, 28 punkta

3. Ármann Sigurðsson, 26 punkta

GKJ vill þakka þeim sem þátt tóku.

Næsta mót er að venju áætlað næsta laugardag 26. janúar ef veður leyfir.  Mótið verður sett inn og hægt verður að skrá sig frá kl. 17:30 í dag, þriðjudaginn 22. janúar.