Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 23:00

PGA: Tiger sigraði á Farmers Insurance Open

Fyrsti sigur Tiger Woods í höfn í ár!!! … og kemur eflaust fæstum á óvart!!! Skyldi þetta aðeins vera byrjunin á því sem í vændum er? A.m.k. eru margir farnir að spá Tiger 15. risamótstitilinum í ár!!!  Hvort sem það allt rætist, þá er eitt öruggt hann spilaði hreint draumagolf á Torrey Pines á Farmers Insurance 2013 og einstaklega gaman að fylgjast með. Tiger spilaði á samtals 14 undir pari, 274 höggum (68 65 69 72) . Í dag lék Tiger á sléttu pari, 72 höggum, fékk  3 fugla og 6 pör á fyrri 9 og fugl, 5 pör, 2 skolla og skramba á seinni 9. Eiginlega var sigur hans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 20:00

Bein útsending frá Farmers Insurance Open

Þokan setti strik í reikninginn á Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu, þar sem Farmers Insurance Open golfmótið fer fram. Tiger á eftir að spila 11 holur og er nýfarinn út. Um að gera að fylgjast með! Verður þetta helgin þar sem Wood og Woods unnu? …. Reyndar mánudagurinn í tilviki Tiger. Sjá má beina útsendingu frá  lokahring Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 17:00

GK: Þórdís Geirs og Kristín Fjóla voru á besta skorinu 29 púttum á 2. púttmóti Keiliskvenna

Ingveldur í kvennanefnd Keilis ritar eftirfarandi um 2. púttmót Keiliskvenna: „Það var metþátttaka í púttmótinu sl. miðvikudag 59 konur mættu. Þar sem við höfum eingöngu klukkutíma fyrir okkur þurfum við að breyta fyrirkomulaginu á púttmótunum. Við reyndum að fá annan tíma en það er ekki hægt, það er einfaldlega svo mikið bókað í Hraunkoti að annar (lengri) tími er ekki í boði, það verða einnig að vera lausir tímar fyrir hinn almenna kylfing og þá sem eru að taka þátt í liðakeppnum. Við getum ekki byrjað fyrr því þá eru í gangi æfingar hjá unglingunum og strax á eftir okkur er golfnámskeið sem fólk er búið að greiða fyrir. Við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2013

Það er Hafdís Ævarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og oft ofarlega í opnum mótum sem haldin eru.  Hafdís var m.a. í sveit GS, í sveitakeppni GSÍ, sem haldin var á Flúðum 2012. Sveit GS varð í 5. sæti og spilar því áfram í 1. deild kvenna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju með afmælið hér að neðan Hafdís Ævarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (60 ára stórafmæli!!!);  Nick Price, 28. janúar 1957 (56 ára);  Ragnheiður Matthíasdóttir, 28. janúar 1960, GSS (53 ára); Emlyn Aubrey, 28. janúar 1964 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 13:30

Hver er kylfingurinn: Chris Wood?

Christopher James Wood, betur þekktur sem Chris Wood vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni nú um helgina þ.e. Commercial Bank Qatar Masters og varð við það u.þ.b. 50 milljónum íslenskra króna ríkari. Fram að því var hann m.a. þekktastur fyrir að hafa náð besta árangri áhugamanna á Opna breska í Royal Birkdale 2008 og hafa orðið T-3 í sama móti árið eftir, þegar það var haldið á Turnberry. Áhugamannsferill Chris Wood fæddist í Bristol, Englandi, 26. nóvember 1987 og er því tiltölulega nýorðinn 25 ára.  Hann var Golden Valley grunnskólanum í  Nailsea þegar hann var 4 -11 ára áður en hann skipti yfir í  Backwell School. Hann byrjaði mjög ungur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 11:00

Besti sölubásinn á PGA sýningunni í Orlando 2013? Áhugavert myndskeið um Totem tí

PGA sölusýningin í Orlando, Flórída er árlegur viðburður þar sem allt það nýjasta í golfinu er til sýnis á gríðarlegu sýningarflæmi, þannig að fólki finnst sem það hafi verið í maraþonhlaupi daginn eftir strengirnir eru slíkir…. og samt komast fæstir yfir allt á einum degi. Í ár fór sýningin fram dagana 24.-26. janúar með Demo daginn vinsæla 23. janúar, en þá fá sýningagestir m.a. að prófa allt það nýjasta af golfkylfum sem eru í framboði það árið. HOG var á sýningunni (en HOG er skemmtilegur orðaleikur þýðir svín nánar tiltekið göltur, en er reyndar skammstöfun á golfbloggsíðu sem HOG heldur úti: Hooked on Golf).    HOG skrifaði grein á HOG Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 10:08

Opna bandaríska 2020 fer fram á Winged Foot

Opna bandaríska snýr aftur á Winged Foot, golfklúbbsins sögufræga í  New York. Bandaríska golfsambandið mun tilkynna í dag að West Course í Winged Foot muni verða staðurinn þar sem Opna bandaríska risamótið 2020 fer fram. Mótið hefir aðeins verið haldið oftar á golfvöllum tveggja golfstaða Oakmont og Baltusrol. Það var á Winged Foot þar sem fyrsta Opna bandaríska fór fram árið 1929 þegar Bobby Jones sló eitt sögufrægasta högg í sögu keppninnar, og setti niður 4 metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram 36 holu umspil. Hann vann næsta dag og átti 23 högg á Al Espinosa. Síðast þegar Opna bandaríska fór fram á Winged Foot (2006) sigraði Ástralinn Geoff Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 23:59

PGA: Tiger eykur forystuna fyrir lokahringinn á Torrey Pines

Tiger Woods jók enn forystuna á Torrey Pines í kvöld – spilaði hinn erfiða Suðurvöll á 3 undir pari, 69 höggum; fékk 5 fugla, 11 pör og 2 skolla. Jafnframt spilaði Tiger 7 holur af 4. hringnum og er kominn 3 undir par á  þeim hring. Brandt Snedeker og Nick Watney eru í 2. sæti, sem  stendur.  Í 4. sæti er Kanadamaðurinn Brad Fritsch á samtals 8 undir pari. Aumingja Billy Horschel, sem var í 2. sæti þegar mótið var hálfnað virtist brotna alveg undan að spila í holli með  átrúnaðargoðinu (Tiger). Hann var búinn að eiga hringi upp á 66 og 69 en spilaði 3. hring á 76 höggum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 20:30

The Clicking of Cuthbert 5. saga: Björgun George Mackintosh

Sl. haust fór Golf 1 af stað með smásögur PG Wodehouse. Hér verður haldið áfram með smásögur PG Wodehouse úr smásagnasafni hans um „Klikkun Cuthberts“ eða eins og bókin heitir á frummálinu „The Clicking of Cuthbert“.  Nokkrir hafa orðið til að spyrja hvað hafi eiginlega orðið af þessum sunnudagssmásögum og því er til að svara að þær verða nú vikulega aftur hér á Golf1.  Búið er að birta 5 með þessari og 5 aðrar sem hægt er að hlakka til. Takk fyrir áhugann. Gaman að sjá að golf er tímalaust; það sem höfðaði til 19. aldar kylfinga á alveg eins erindi við kylfinga í dag!!! Hér hefst 5. smásagan í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 13:00

ALPG: Caroline Hedwall sigraði á NSW Open

Sænski snillingurinn Caroline Hedwall sigraði í morgun á New South Wales Open með skori upp á 4-undir pari, 68 höggum. Caroline vann hina 15 ára Lydiu Ko sem átti titil að verja í mótinu með 2 högga mun.Ko spilaði lokahringinn á  69 höggum. Samtals spilaði Caroline á 13-undir  pari, 203 höggum á Oatlands golfvellinum. Þetta er í 2. sinn sem Caroline sigrar á NSW Open. Í 3. sæti varð 16. ára áhugamaður frá Ástralíu, Minjee Lee, sem reyndar er nr. 3 á lista yfir bestu kvenáhugmenn heims. Lee var á samtals 10 undir pari. Bree Arthur frá Queensland varð í 4. sæti á samtals 9 undir pari og Stacey Keating frá Victoríu í Lesa meira