Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 23:59

PGA: Tiger eykur forystuna fyrir lokahringinn á Torrey Pines

Tiger Woods jók enn forystuna á Torrey Pines í kvöld – spilaði hinn erfiða Suðurvöll á 3 undir pari, 69 höggum; fékk 5 fugla, 11 pör og 2 skolla.

Jafnframt spilaði Tiger 7 holur af 4. hringnum og er kominn 3 undir par á  þeim hring.

Brandt Snedeker og Nick Watney eru í 2. sæti, sem  stendur.  Í 4. sæti er Kanadamaðurinn Brad Fritsch á samtals 8 undir pari.

Aumingja Billy Horschel, sem var í 2. sæti þegar mótið var hálfnað virtist brotna alveg undan að spila í holli með  átrúnaðargoðinu (Tiger). Hann var búinn að eiga hringi upp á 66 og 69 en spilaði 3. hring á 76 höggum, eða 7-10 höggum verr en fyrri dagana. Horschel féll við það í T-16.

Mike Weir er T-62 spilaði 3. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og er samtals búinn að spila fyrstu 3 hringina á 2 undir pari (66 75 73).

Holurnar 11 sem eftir eru af 4. hring verða spilaðar á morgun, mánudaginn 28. janúar 2013.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: