Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 20:30

The Clicking of Cuthbert 5. saga: Björgun George Mackintosh

Sl. haust fór Golf 1 af stað með smásögur PG Wodehouse.

Hér verður haldið áfram með smásögur PG Wodehouse úr smásagnasafni hans um „Klikkun Cuthberts“ eða eins og bókin heitir á frummálinu „The Clicking of Cuthbert“.  Nokkrir hafa orðið til að spyrja hvað hafi eiginlega orðið af þessum sunnudagssmásögum og því er til að svara að þær verða nú vikulega aftur hér á Golf1.  Búið er að birta 5 með þessari og 5 aðrar sem hægt er að hlakka til. Takk fyrir áhugann. Gaman að sjá að golf er tímalaust; það sem höfðaði til 19. aldar kylfinga á alveg eins erindi við kylfinga í dag!!!

Hér hefst 5. smásagan í „The Clicking of Cuthbert“:

„The talking golfer is undeniably the most pronounced pest of our complex modern civilization,“ sagði elsti félaginn (í lauslegri íslenskri þýðingu: „Kylfingur sem kjaftar á golfvellinum er óneitanlega einhver mesta pest í flókinni nútíma siðmenningu okkar.“ )

Elsti félaginn situr á uppáhaldsstað sínum í klúbbhúsinu og horfir á unga manninn koma inn með þrumusvip eftir hring með Herbert Pobsley – sem samkjaftaði allan tímann og eyðilagði einbeitingu unga mannsins.

Elsti félaginn býðst til þess að segja unga manninum söguna af George Mackintosh, sem á sínum tíma var þekktur fyrir að tala ekki mikið á golfvellinum.

Það versta var að hann var ástfanginn af Celiu Tennant og alveg jafnfámáll þegar hann stóð fyrir framan hana – reyndar kom hann ekki upp neinu orði – hljóðin sem hann gaf frá sér líktust hrotum í hrút. Hann trúði Elsta félaganum frá vandræðum sínum.

Elsti félaginn lét George hafa eintak af „Hvernig á að gerast sannfærandi ræðumaður,“ og George ákvað að reyna. Hann ætlaði reyndar fyrst að prófa aðferðina á yfirmann sinn í lögfræðistofunni og biðja um launahækkun; ef það virkaði myndi hann nota þetta á Celiu.  Eftir nokkrar vikur hlaut Elsti félaginn skeyti frá George þar sem sagði „Virkaði eins og töfrar.“

Þegar þeir George hittust næst spurði Elsti félaginn: „Jæja, fékkstu launahækkunina?  George sagðist hafa farið inn á skrifstofu yfirmanns síns og talað… ja í 1 1/2 tíma og í lokin þegar hann bað um launahækkun hefði yfirmaður hans boðið honum tvöfalt það sem hann fór fram á og bauð honum í ofanálag í hádegisverð í klúbbinn sinn.

„En hvað með Celiu?“ spurði elsti félaginn.  „Það er allt frágengið“ sagði George.  Hann hefði hitt hana talað við hana heillengi og hún hefði samþykkt.

„Jæja, nú ertu eins og Alexander mikli – engir heimar, sem þú getur sigrað“

„Langt því frá“ svaraði George. En þessi aukna færni í ræðumennsku færir manni aukin völd – ég hélt t.a.m. ræðu á árshátið lögmannsstofunnar og allir hlógu.

„Þú mátt ekki láta það hafa áhrif á golfið þitt“ sagði elsti félaginn.  Síðan sagði George nokkuð sem fékk blóðið til að frjósa í æðum elsta félagans.

„Golf? Hvað er það? Bara að koma litlum bolta í litla holu. Barnaleikur. Reyndar hafa börn náð tökum á leiknum sem enginn hefir. Ég sé að 14 ára krakki hefir nýlega sigrað í móti. En að sveigja félaga þinn með ræðutækni það er salt lífsins. Ég held ekki að ég muni spila meira golf upp úr þessu. Ég er að fara á fyrirlestra-túr og hef þegar bókað 15 fundi.“

Þetta voru hans orð; mannsins sem farið hafði holu í höggi á vatnaholunni.

Guði sé lof hætti George Mackintosh ekki algerlega að spila golf en þeim fækkaði óðum sem vildu spila með honum því hann talaði látlaust allan hringinn.

Svo var komið að aðeins Moseby gamli major vildi spila við hann og svo auðvitað Celia Tennant, en þau voru þá trúlofuð.  Jafnvel hún þoldi ekki kjaftavaðalinn og hún sneri sér til Elsta félagans, sem hafði þekkt hana frá barnæsku, gefið henni fyrsta dræverinn hennar og kennt henni smámæltri að segja: „Fore.” … sem var ekki auðvelt, en þau höfðu bundist órjúfanlegum böndum upp frá því.

„Ég þoli þetta ekki” sagði Celia.

„Hvað áttu við?” spurði Elsti félaginn.  „Þessa þráhyggju George. Ég held hann hafi ekki hætt að tala frá því við trúlofuðum okkur!”

„Hann er snakkeglað” samsinnti Elsti félaginn.  „Hefir hann sagt þér söguna um Írann?”

„Örugglega 6 sinnum,” svaraði Celia. „Og þessa um Svíann enn oftar. Það er allt í lagi að heyra skemmtisögur. Konum finnst gaman að heyra þær hjá manninum, sem þær elska.”

 „Hann hlýtur að hafa sýnt sjálfan sig þegar þig trúlofuðust þ.e. þú veist að hverju þú gekkst.”

„Hann var dásamlegur þegar við trúlofuðumst. Hann talaði stanslaust í 20 mínútur. Hann sagði að ég væri kjarni innstu langana hans, tréð sem ávöxtur lífs hans yxi á, fortíð hans, nútíð og framtíð…. en nú talar hann bara um stjórnmál, heimsspeki og allt mögulegt. Ég fæ höfuðverk! En þrátt fyrir allt elska ég hann; ég veit bara ekki hvað ég á að gera?

„Ég er hrædd um að þegar við giftumst segi hann ekki „já” heldur haldi ræðu um giftingar í fortíð, nútíð og framtíð!!!” „Vinir hans forðast hann, ef þeir heyra rödd hans nálægt klúbbhúsinu fara þeir í felur undir sófanum.”

Elsti félaginn og Celia ákveða að spila 1 hring við George til þess að reyna til að fá hann ofan af því að tala svona mikið.  Celia bað Elsta félagann um 1 högg á 6 holur í forgjöf að auki þar sem golfleikur hennar hefði dalað undanfarið vegna einbeitingarskorts! Elsti félaginn telur bata George ekki vonlausan þar sem hann hafi jú áður fyrr verið fremur þegjandalegur náungi og kannski að munnræpan nýtilkoma hafi bara verið leið náttúrunnar að halda öllu í jafnvægi.

Saman fara þau út á linksara, Celia, George og Elsti félaginn.  George talar eins og fallbyssa… einkum þegar Celia er að slá og síðan þegar lítið verður úr höggum hennar gefur hann henni leiðbeiningar. Það sýður bæði á Celiu og Elsta félaganum, sem finnur að leikur hans er ekki eins góður og venjulega vegna einbeitingarskortsins og þess hve hann finnur til með Celiu.

Þegar bolti Celiu lendir ofan í gjótu og George fer að segja eitthvað spekingslega um uppgröft á egypskum múmíum er Celiu nóg boðið og hún lemur hann í hausinn með Niblick kylfunni sinni. (Niblick er járnakylfa sem samsvarar til 9-járns í dag). Hún er miður sín og telur sig hafa drepið hann, en finnur ekki fyrir fyrirlitningu Elsta félagans heldur aðeins samúð.

En þegar George rankar við sér er hann allur annar. Celia biður hann fyrirgefningar en hann sér allt í einu ljósið það er sem höggið hafi endurraðað heilafrumunum í honum.

„Fyrirgefa þér?“ spyr George. „Getur þú fyrirgefið mér? Mér – ég sem talaði þegar þú slóst, ég sem talaði á flöt, ég kjaftaskur á linskaranum, lægsta form lífs sem vísindaleg þekking er fyrir? Ég er óhreinn, óhreinn!!!! (Ens.: „Forgive you?“ he muttered. Cn you forgive me? Me – a tee-talker, á green-gabler, a prattler on the links, the lowest form of life know to science? I am unclea, unclean!“

Elsti félaginn skildi Celiu og George eftir í faðmlögum á linksaranum.

Síðan segir Elsti félaginn að lokum: „… you see that a cure is possible, though it needs a woman´s gentle hand to bring it about.“

(Ísl. lausl. þýðing: „….þið sjáið að lækning er möguleg (við of miklu tali á golfvelli) þó það þurfi milda hendi konu til þess að koma henni við.“