Mark Brown setti nýtt vallarmet á Kingston Heath og tryggði sér sæti á Opna breska
Ný-Sjálendingurinn Mark Brown setti nýtt vallarmet á golfvelli Kingston Heath golfklúbbsins, í Ástralíu, í gær og tryggði sér sæti á Opna breska risamótið í gegnum sigur sem hann vann á lokaúrtökumóti PGA Ástralasíu mótaraðarinnar. Brown var á 10 undir pari, 62 höggum og sló gamla vallarmetið sem var upp á 9 undir pari, 63 högg sett af áhugamanninum Cruze Strange. Við þetta vann Brown sér inn farmiðann sinn á Muirfield í júlí, en þar fer Opna breska fram. Brown hefir áður tekið þátt í Opna breska í Turnberry, 2009, en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð. „Í gær var ég nokkuð fyrir aftan forystuna og í dag var ég ekkert Lesa meira
Vijay Singh hefir viðurkennt að hafa notað ólögleg efni
Vijay Singh, sem löngum hefir verið ausinn lofi fyrir sterkt vinnusiðferði viðurkenndi í grein í Sports Illustrated (SI), sem birtist nú í vikunni að hafa notað ólögleg efni. Hér má sjá hluta úr umræddri grein SMELLIÐ HÉR: Í blaðagrein SI er sjónum beint að fyrirtækinu S.W.A.T.S. – Sports with Alternatives to Steroids – sem selur efni m.a. í sprey og flöguformi sem hjálpa íþróttamönnum að bæta frammistöðu sína (efnið er í nokkru sem nefnist deer antler spray og hologram chips upp á ensku). Skv. blaðagreininni borgaði Singh, sem verður 50 ára í næsta mánuði, fyrirtækinu $9,000 s.l. nóvember fyrir efnin ólöglegu. Hann sagðist hafa notað efnið í sprey-formi „á nokkurra Lesa meira
Golfútbúnaður: Bestu pútterarnir 2013
Hér á eftir fer upptalning á bestu pútterunum ársins 2013 að mati South Florida Golfmagazine, en fulltrúi blaðsins fylgdist að sjálfsögðu með öllu því nýjasta á PGA sölusýningunni í Orlando, sem lauk s.l. laugardag. Hér fara 5 bestu pútterar ársins að mati blaðsins: Tropical Abaco – Rife pútter Þessi pútter þolir vel allskyns álag vegna nýrrar hönnunar (ens. intricate plating process) sem þegar var farin að sjást í Rife pútterunum 2012. Það sem er sérstakt er svokallaður „prism effect“ sem ljær hverjum pútter sinn sérstaka lit. Signature Limited Run Bettinardi pútter Signature Series 5 er klassískur Bettinardi pútter og er djásnið í 2013 línu þeirra. Púttershálsinn virðist bráðna alveg saman Lesa meira
PGA: 8 sigrar Tiger Woods á Torrey Pines
Tiger Woods á metið hvað sigra á Torrey Pines áhrærir, en hann hefir 8 sinnum sigrað þar – oftar en nokkur annar. Sjö þessara sigra unnust á Farmers Insurance mótinu (sem þá hét Buick Invitational 14 ár á undan (1996-2009). Það var ekki fyrr en 2010 þegar fyrst var farið að kalla mótið Farmers Insurance Open. Eins vann Tiger í einu risamóti, Opna bandaríska, á Torrey Pines, árið 2008. Hér má sjá myndasafn af sigrum Tiger Woods á Torrey Pines Hér verða 7 sigrar Tiger á Torrey Pines rifjaðir upp, um þann 8. og nýjasta frá því í gær, er fjallað í öðrum greinum á síðunni í dag: 1, Sigur Lesa meira
GA: Anton Ingi, Jónasína og Stefán Einar sigruðu í 2. púttmóti Unglingaráðs
Í gær, sunnudaginn 28. janúar 2013 fór fram 2. púttmót Unglingaráðs GA. Í unglingaflokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson hann var með 29 pútt, Lárus Ingi Antonsson var í 2. sæti með 31 pútt og í 3. sæti var Víðir Steinar Tómasson með 32 pútt. Í karlaflokki var það Anton Ingi Þorsteinsson sem sigraði með 29 pútt. Nokkrir voru jafnir með 31 pútt, þegar talið hafði verið til baka þá var það Þorvaldur Jónsson sem endaði í 2. sæti og Sigþór Haraldsson í 3. sæti. Í kvennaflokki sigraði Jónasína Arnbjörnsdóttir hún var með 30 pútt, Anna Einarsdóttir var í 2. sæti með 31 pútt og Halla Sif Svavarsdóttir í 3.sæti með 32 Lesa meira
Úlfar Jónsson og Gauti Grétarson í heimsókn hjá Norðurlandsúrvalinu
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari heimsóttu Dalvík í tilefni af æfingu Norðurlandsúrvals. Norðurlandsúrval er skipað fremstu og efnilegustu kylfingum á Norðurlandi, og hefur Heiðar Davíð Bragason umsjón með þessum æfingahópi og skipuleggur æfingar fyrir þennan hóp u.þ.b. tvisvar sinnum í mánuði. Þrettán krakkar á aldrinum 13-17 ára voru á æfingunni, en æft var í inniaðstöðu GHD. Aðaláhersla dagsins var á líkamsþjálfun og líkamsmælingar með kine og k-vest búnaði sem Gauti hefur notað í sérhæfðri líkamsþjálfun sinni fyrir kylfinga. Búnaður Gauta mælir ýmsa hluti eins og tímaröðun, vöðvabeitingu og styrk, meðan á golfsveiflunni stendur. Í kjölfarið var hægt að sjá hvers konar líkamsæfingar leikmaður þurfti á að halda til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Burk Jr. – 29. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jack Burk Jr. Burk fæddist 29. janúar 1923 og á því 90 ára stórafmæli í dag!!! Burk kemur úr mikilli golffjölskyldu og byrjaði ungur að árum í golfi í Fort Worth Texas og lærði af föður sínum Jack Burk eldri. Burk yngri gerðist atvinnumaður 1940 og gengdi herþjónustu í sjóflota bandaríkjanna (the Marines) í seinni heimsstyrjöldinni. Hann kenndi golf eftir stríð og náði að sigra 16 sinnum á PGA Tour þ.á.m. 2 risatitila — the Masters and PGA Championship — báða árið 1956. Jack Burk var tekinn í frægðarhöll kylfinga árið 2000. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Donna Caponi, 29. janúar 1945 (68 ára); Yoshitaka Yamamoto, Lesa meira
GR: Svanþór Laxdal maður kvöldsins á 2. púttmóti GR-karla – með 53 pútt
Halldór B. Kristjánsson skrifar um 2. púttmót GR-karla: „Svanþór Laxdal var maður kvöldsins er hann kom inn á 53 púttum eða 19 undir sem er besta skor sem náðst hefur á púttkvöldi GR það er ekki nokkur spurning. Hann hefur tekið örugga forystu í einstaklingskeppninni, á átta högg á næsta mann. Lið nr. 38, skipað þeim Svanþóri, Jónasi, Kristjáni kom einnig inn á besta skorinu og liðið nú með 6 högga forystu. Guðmundur Bjarni er einnig í liðinu en spilaði ekki. Það er komið í ljós eftir fyrstu tvö kvöldin að 65% þátttakenda vilja spila frá 17:30 til 19 og svo kemur restin ekki fyrr en kl. 20. Best væri Lesa meira
PGA: Tiger saxar á forskot Rory á heimslistanum
Tiger Woods vill sigra á risamótum, en hann vill líka verða nr. 1 á heimslistanum aftur. „Auðvitað er það honum mikilvægt,“ sagði Joe LaCava, kylfusveinn Woods. „Hver vill ekki vera forystuhundurinn? Ef þú vilt vera nr. 6 ertu líklega í vitlausum bissness.“ Með sigri sínum í gær á Farmers Insurance Open hefir Tiger styrkt stöðu sína í 2. sæti heimslistans en einnig saxað á forskot heimsins besta, Rory McIlroy. Í Abu Dhabi í síðustu viku var Rory með 12.36 stig á heimslistanum, 4.20 stigum meira en Tiger. Tiger hefir nú minnkað muninn milli þeirra um meira en heilt stig með sigrinum, þ.e. nú munar aðeins 3,14 stigum á þeim. Tiger hefir Lesa meira
Skoski kylfingurinn Charlie Green látinn
Skoski kylfingurinn Charlie Green er látinn 80 ára að aldri og var banamein hans krabbamein. Charlie var mjög sigursæll kylfingur og framúrskarandi keppnismaður, vel þekktur frá Dumbarton, sem spilaði enn golf „tvisvar til þrisvar í viku“ áður en hann var greindur með krabbamein s.l. ágúst. Hann náði næstum öllu sem hægt var að ná golflega séð sem áhugamaður. Green heillaðist af leik Royal & Ancient 16 ára og „það var ást við fyrstu sýn“ sagði hann í viðtali í Herald Sport í lok árs 2012. Charlie Green hlaut silfurmedalíuna á Opna breska 1962 þegar Arnold Palmer vann Claret Jug á Royal Troon og hélt áfram var skoskur meistari 1970, 1982 and 1983. Lesa meira










