Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryce Molder – 27. janúar 2013

Það er PGA kylfingurinn Bryce Molder, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryce fæddist 27. janúar 1979 í Harrison, Arkansas og er því 34 ára í dag. Hann gekk í skóla í Conway, Arkansas og Tulsa, Oklahoma. Bryce er með Poland syndrome, sem lýsti sér þannig hjá honum að hann fæddist ekki með vinstri brjóstvöðva og vinstri hönd er minni en sú hægri og fjórir fingur vinstri handar voru samvaxnir við fæðingu.  Bryce þurfti á unga aldri að gangast undir aðgerð til að skilja fingurna að. Bryce var í háskóla í Georgia Tech og gerðist atvinnumaður í golfi 2011. Sem atvinnumaður hefir hann sigrað tvívegis, annað sinn í Miccosukee Championship í Flórída Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 11:00

Eru Tiger og Lindsey Vonn saman? Í fréttatilkynningu Vonn neitar hún sambandinu ekki

Slúðurfjölmiðlar hafa staðhæft að kylfingurinn Tiger Woods og skíðadrottningin bandaríska Lindsey Vonn eigi í rómantísku sambandi. Tiger er nýorðinn 37 ára (f. 30.12.1975)  en Lindsey nýorðin 28 ára (f. 18.10.1984) og því 9 ára aldursmunur á þeim. Sú saga gekk fjöllunum hærra að þau væru að draga sig saman þannig að fréttafulltrúi Lindsey, Lewis Kay, sendi frá sér fréttatilkynningu sem gerir lítið til að slökkva elda orðrómsins. Í fréttatilkynningunni sagði m.a.: „Lindsey er nú í miðri heimsbikarkeppni í Evrópu. Hún einbeitir sér eingöngu að því að keppa og verja titla sína og mun ekki taka þátt í neinum vangaveltum um einkalíf sitt á þessari stundu.“ Mörgum þykir sem einfalt „nei, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 10:15

PGA: Billy Horschel spilar 2 hringi með Tiger

Það er einn sem er ánægður með þokuna og tafirnar á Farmers Insurance Open… Billy Horschel. –  Þokan hefir nefnilega haft þau áhrif að keyra á Farmers Insurance mótið áfram í dag, ekki verður skorið niður eftir 3. hring og eins verða hollin látin halda sér þ.e. ekki verður endurraðað í holl eins og venjulega er gert, allt til að drífa mótið áfram. Þetta hefir valdið því að Billy Horschel, sem er í 2. sæti, 2 höggum á eftir Tiger Woods á samtals 9 undir pari á Farmers Insurance Open fær að spila í fyrsta sinn á ævinni í holli með draumaspilafélaga margrs kylfingsins, Tiger og það ekki 1 sinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 09:30

PGA: Þoka setti strik í reikninginn á 3. hring Farmers Insurance Open – Þokan hefir engin áhrif á Tiger – til í slaginn í dag!

Þriðji hringur á Farmers Insurance Open var fluttur til dagsins í dag vegna þykkrar þoku og 3 metra skyggnis í gær. Hefja á leik snemma dags í dag og er ætlunin er að spila 3. hring og eins mikið af 4. hring og mögulegt er og ef einhverjir eiga eftir að klára hringi sína, ljúka leik mánudagsmorgun. Aðeins nokkrir hófu leik í gær en urðu frá að hverfa vegna þokunnar. Keppendur skemmta sér við það að fara aukaferðir á hlaðborðið eða slá brelluhögg á æfingasvæðinu. Tiger, efsti maður mótsins, á 11 undir pari samtals,  mætti ekki einu sinni á svæðið en lætur þokuna og tafirnar af völdum hennar ekki fara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir um sigur Chris Wood á Qatar Masters

Englendingurinn Chris Wood sigraði nú fyrir stuttu á Commercial Bank Qasters Masters 2013.  Hér fara nokkrar staðreyndir um sigurinn og hvað hann inniber: Þetta er fyrsti sigur Chris Wood í 116. mótum, sem hann hefir tekið þátt í. Með sigrinum fer Chris í 4. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar eftir að hafa hlotið sigurtékkann upp á € 314,598. Chris Wood fer á topp-60 á heimslistanum úr 142. sætinu. Sigurinn er besti árangur Chris Wood á Evrópumótaröðinni. Þar áður var 2. sætið á Iberdrola Open 2011 og Sicilian Open, 2012 besti árangurinn. Chris Wood var líka T-2 á  Africa Open 2011. Chris Wood er annar kylfingurinn á 2013 keppnistímabilinu á Evrópumótaröðinni, sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2013 | 14:00

Evróputúrinn: Chris Wood sigraði á Qatar Masters

Englendingurinn Chris Wood sigraði svo sannarlega á lokametrunum í Commercial Bank Qatar Masters, með því að fá örn á 18. holuna. Örninn tryggði honum 1 höggs sigur á George Coetzee frá Suður-Afríku og Sergio Garcia frá Spáni sem deildu 2. sæti á samtals 17 undir pari, hvor. Chris Wood var á samtals 18 undir pari, 270 höggum sléttum (67 70 64 69). Skorkortið hjá Wood var ansi skrautlegt en hann byrjaði illa fékk skramba á 3. holuna og skolla á 6. holuna. Hann tók þetta aðeins aftur með 4 fuglum og 11 pörum, en 1 undir hringur dugði ekki til þess að knýja fram sigur.  Það var því örninn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2013 | 11:50

Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton – 26. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 106 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 26 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári. Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948. Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis. Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal. Sir Henry Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2013 | 11:00

Ólafur Björn með sinn 1. sigur sem atvinnumaður og með nýja facebook síðu

Ólafur Björn Loftsson, NK, vann sinn fyrsta sigur sem atvinnumaður á OGA (Open Golf America) mótaröðinni í Bandaríkjunum. Sigurinn vannst á Disney Lake Buena Vista golfvellinum í Flórída, mánudaginn 21. janúar s.l. Ólafur Björn  náði glæsilegu skori upp á 5 undir pari, 67 högg; en þetta var 1 dags mót og hlaut hann $ 300 í sigurlaun. Síðan þá hefir Ólafi Birni gengið ágætlega á mótaröðinni; var T-7 á West Orange, þriðjudaginn 22. janúar  með 71 högg, en í sama móti spilaði einnig Þórður Rafn Gissurarson og varð T-11, með 72 högg. Á Ridgewood Lakes varð Ólafur Björn síðan í 2. sæti með 71 högg, þ.e. miðvikudaginn 23. janúar í s.l. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2013 | 09:00

PGA: Tiger trónir á toppnum þegar Farmers Insurance Open er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags

Tiger Woods átti frábæran 2. hring á Farmers Insurance Open – 7 undir pari, 65 högg og leiðir nú mótið með 2 högga forskot á þann sem næstur kemur. Tiger  er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65).  Tiger fékk m.a. glæsiörn á 18. holu Norðurvallarins, en auk þess 6 fugla, 10 pör og 1 skolla.  Um skeið á hringnum í gær glitti í „gamla Tiger“ og snilldartakta horfinna tíma, í rigningunni í La Jolla. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Tiger er Billy Horschel, á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69). Sjá má kynningu Golf 1 á Horschel með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 20:00

Viðtalið: Helgi Birkir Þórisson, GSE

Viðtalið í kvöld er við mikla landsliðskempu okkar Íslendinga, sem hefir staðið sig vel í opnum mótum undanfarið.  Þannig spilaði hann Kirkjubólsvöll í Sandgerði á 1 undir pari, 12. janúar s.l. og vann höggleikshluta Janúarmóts GSG.   Hér fer viðtalið við Íslandsmeistarann í holukeppni 1999. Fullt nafn: Helgi Birkir Þórisson. Klúbbur: Golfklúbburinn Setberg. Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 31. júlí 1975. Hvar ertu alinn upp? Í Keflavík. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Kvæntur og tveggja barna faðir. 12 ára drengurinn tekur í kylfurnar annað slagið. Hann verður öflugur fótboltamaður og stefnir ótrauður langt. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Við 11 – 12 ára aldur. Hvað Lesa meira