Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 10:08

Opna bandaríska 2020 fer fram á Winged Foot

Opna bandaríska snýr aftur á Winged Foot, golfklúbbsins sögufræga í  New York.

Bandaríska golfsambandið mun tilkynna í dag að West Course í Winged Foot muni verða staðurinn þar sem Opna bandaríska risamótið 2020 fer fram. Mótið hefir aðeins verið haldið oftar á golfvöllum tveggja golfstaða Oakmont og Baltusrol.

Það var á Winged Foot þar sem fyrsta Opna bandaríska fór fram árið 1929 þegar Bobby Jones sló eitt sögufrægasta högg í sögu keppninnar, og setti niður 4 metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram 36 holu umspil. Hann vann næsta dag og átti 23 högg á Al Espinosa.

Síðast þegar Opna bandaríska fór fram á Winged Foot (2006) sigraði Ástralinn Geoff Ogilvy með frábæru vippi á 18. holu; sem er einnig sögufrægt fyrir þær sakir að Phil Mickelson varð þar með af besta tækifæri sínu til þess að sigra á Opna bandaríska (en titillinn rann Phil úr greipum einmitt þarna á 72. holu risamótsins).

Heimild: Tulsa World Sportsextra