Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 13:30

Hver er kylfingurinn: Chris Wood?

Christopher James Wood, betur þekktur sem Chris Wood vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni nú um helgina þ.e. Commercial Bank Qatar Masters og varð við það u.þ.b. 50 milljónum íslenskra króna ríkari. Fram að því var hann m.a. þekktastur fyrir að hafa náð besta árangri áhugamanna á Opna breska í Royal Birkdale 2008 og hafa orðið T-3 í sama móti árið eftir, þegar það var haldið á Turnberry.

Áhugamannsferill

Chris Wood fæddist í Bristol, Englandi, 26. nóvember 1987 og er því tiltölulega nýorðinn 25 ára.  Hann var Golden Valley grunnskólanum í  Nailsea þegar hann var 4 -11 ára áður en hann skipti yfir í  Backwell School. Hann byrjaði mjög ungur í golfi. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og hélt með  Bristol City Football Club og spilaði í yngri flokkunum með því félagi en alvarleg hnémeiðsl urðu til þess að hann sneri sér að golfinu. Chris gerðist því félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára og var komin með 1 stafs forgjöf 12 ára.  Wood var efstur á breska áhugamannalistanum árin 2007 og 2008.

Í maí 2008 sigraði Wood the Welsh Open Amateur Stroke Play Championship í Conwy. Hann var með samtals skor upp á 289 högg  (74–75–69–71) og vann með 6 högga mun á  Sam Hutsby, sem einnig spilar á Evrópumótaröðinni. Efitr sigurinn sagði  Wood m.a.: „ Ég púttaði mun betur í dag. Ég var ansi þolinmóður allt mótið. Tilfinningin fyrir sveiflunni var fín og að spila með Gary Wolstenholme hélt mér afslöppuðum. Þetta er stærsta mót sem ég hef sigrað í þannig að nú tek ég mér nokkurra daga frí.“

Þann 17. júlí 2008 tíaði Wood upp í Royal Birkdale  á Opna breska 2008 með pabba sinn sem kylfusvein. Fjölmiðlar veltu því fyrir sér að hann gæti orðið fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra í mótinu frá því að  Bobby Jones vann það 1926, 1927 og 1930.  Hann sagði m.a. í blaðaviðtali í mótinu: „Ég elska að spila fyrir áhorfendur. Ég hef fengið lófatak á hverri flöt. Það er æðislegt. Ég verð að viðurkenna að nú þyrmdist yfir mig og ég varð stressaður þegar þeir kölluðu upp nafnið mitt á 3. hring.“ Hann varð T-5 ásamt Jim Furyk og hlaut silfurmedalíuna, sem veitt er þeim áhugamanni sem er með lægsta skorið.

Atvinnumannsferillinn

Eftir góðan árangur á Opna breska, einu þekktasta risamótinu og því sem á sér mesta hefð ákvað Wood að gerast atvinnumaður í golfi. Í nóvember 2008 hlaut hann kortið sitt á Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 5. sæti í lokaúrtökumóti Q-school sem fram fór áPGA Golf de Catalunya nálægt Girona á Spáni. Woods viðurkenndi að hann hefði verið feginn að tryggja sér kortið sitt og feginn að vikan var liðin. „Ég hef unnið hörðum höndum að þessu þannig að mér finnst ég eiga skilið því sem ég hef náð en þetta er samt hápunkturinn á ansi góðu ári fyrir mig,“ sagði hann.

Á nýliðaári sínu á Evrópumótaröðinni 2009 náði Wood 13 sinnum í gegnum niðurskurð af 17 mótum sem hann tók þátt í og var 4 sinnum meðal 10 efstu. Frábær lokahringur á Turnberry á Opna breska kom honum í keppni um 1. risatitil sinn. Að fá fugl á lokaholunni myndi hafa nægt en það var því miður ekki í kortunum, fuglapútt hans skoppaði og rann yfir holuna og flötina. Par myndi hafa komið Wood í umspil, en jafnvel það fór ekki niður.  Wood varð að sætta sig við 3. sætið og deila því með öðrum, sem fyrir löngu er orðinn langeygur eftir risatitli, Lee Westwood. „Ég hef aldrei slegið 210 yarda með 9-járni á ævi minni.“ sagði Wood í viðtali við BBC Sport. „Ég gat ekkert gert að þessu. Hann (boltinn) fór margar mílur.“

En vegna frammistöðu sinnar í Opna breska hlaut Wood  þátttökurétt í Dubai World Championship og var tilnefndur nýliði ársins.

Jafnframt hlaut hann þátttökurétt í the Masters 2010. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði 7 höggum.

Wood byrjaði 2011 vel varð T-1 ásamt Louis Oosthuizen í Africa Open en tapaði í umspili fyrir honum.

Þann 12. ágúst 2012 vann Wood fyrsta mót sitt sem atvinnumaður þegar hann sigraði á  the Thailand Open á OneAsia Tour.

Heimild: Wikipedia