Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, GHD, fékk flesta fugla/kjúklinga eða 5 talsins í Dalvíkurskjálftanum 2012! Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Tina Miller og Sigurður Ingvi Rögnvaldsson – 31. janúar 2013

Annar afmæliskylfingur dagsins er íþróttamaður Dalvíkur 2012, kylfingurinn Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, í Golfklúbbnum Hamar, á Dalvík (GHD). Sigurður Ingvi er fæddur 31. janúar 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!!  Sigurður Ingvi varð árið 2011 fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða.

Þá varð hann í 2.sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17- 18 ára. Einnig varð hann Norðurlandsmeistari í 17-18 ára flokki unglinga. Sigurður Ingvi hefur verið í fremstu röð í sínum aldursflokki um árabil og hefur með þrautseigju stundaði æfingar og keppni af miklu kappi og dug. Hann er í 15 kylfinga Norðurlandsúrvali landsliðsþjálfarans, Úlfars Jónssonar.

Komast má á facebook síðu Sigurðar Ingva til þess að óska  honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Annar kylfingur sem á stórafmæli er bandaríski kylfingurinn Tina Miller. Tina er fædd 31. janúar 1983 og er því 30 ára í dag. Golf 1 hefir áður verið með kynningu á Tinu Miller, sem sjá má með því að  SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (54 ára);  Justin Timberlake, 31. janúar 1981 (32 ára); ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is