Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 14:25

Evróputúrinn: Richard Sterne leiðir þegar Omega Dubai Desert Classic er hálfnað

Það er Richard Sterne frá Suður-Afríku sem leiðir þegar Omega Dubai Desert Classic er hálfnað.

Sterne er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (62 70) og hefir 1 höggs forskot á þá Thorbjörn Olesen frá Danmörku, Tommy Fleetwood frá Englandi og Stephen Gallacher frá Skotlandi.  Hann setti niður fugl á lokaholunni og rétt tryggði sér þannig 1 höggs forystu á hina 3.

Fimmta sætinu deila enn einn Daninn Andreas Hartö ásamt Chris Doak frá Englandi og Maximilian Kiefer frá Þýskalandi en allir eru þeir á samtals 10 undir pari hver, 134 höggum.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru Thomas Björn, Edoardo Molinari og John Parry (varð nr. 1 í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar í nóvember s.l.)

Til þess að sjá stöðuna þegar Omega Dubai Desert Masters er hálfnað SMELLIÐ HÉR: