Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 12:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (3. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 1 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt:

2. Hugsið meira um hraðann en púttlínuna.

Hraðinn á golfboltanum og púttlínan eru jafnmikilvæg en áhugamaðurinn í golfi er oftar en ekki uppteknari af línunni. Þegar þið lesið flötina gerið það með því hugarfari að fara u.þ.b. 16 þumlunga (u.þ.b. 40 cm) fram fyrir holuna ef þið skylduð ekki setja niður. Eftir að þið hafið stillt upp og tekið miðið ekki verja fleiri hugsunum um línuna.  Varist að pútta of agressívt því holukantarnir gætu brugðist ykkur (eins og gerðist hjá Phil a 9. holu TPC Scottsdale í gær – sjá grein á öðrum stað á síðunni í dag – að vísu var pútt hans 24 feta þ.e. u.þ.b. 8 metra langt).

Það sem gerist ef púttað er of fast er að boltinn fer yfir holuna eða eins og gerðist í tilviki Phil boltinn tekur nokkra „heiðurshringi“ á bollabarminum en spinnst síðan af honum vegna hraðans mikla sem er á honum. Áhugamaðurinn verður því að hugsa um hraðann á boltanum sínum – hugsa þannig þegar púttstrokan er tekin að kúlan eigi ekki að rúlla ekki meira en 40 cm fram yfir holuna fari púttið ekki niður.