Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 05:00

PGA: Phil Mickelson lék 1. hring á Phoenix Open mótinu á 60 höggum – hápunktar og högg 1. dags

Phil Mickelson var nokkrum sinnum nálægt því að brjóta 60 á Waste Management Phoenix Open mótinu, sem hófst í gær á TPC Scottsdale golfvellinum í Arizona.

Hann skilaði sér í hús á 11 undir pari, 60 höggum, var með „hreint skorkort“ þ.e. tapaði hvergi höggi og fékk 11 fugla og 7 pör.  Það var einkum á 8. holunni (næstsíðustu holu Phil) og lokaholu Phil (9.holu TPC Scottsdale)sem Phil var mjög nálægt því að krækja sér í 12. fuglinn; 8 metra pútt hans fyrir fugli fór hálfan hring í kringum bollann en vildi ekki detta, en þar með hefði skor hans verið 59 högg!!! (Sjá pútt Phil á 9. hér að neðan en það var valið högg dagsins). Phil fékk 4 fugla á fyrri 9 á TPC Scottsdale (seinni 9 á hring hans) og 7 fugla á seinni 9 á TPC Scottsdale (fyrri 9 á hring Phil).

Phil er með 4 högga forystu á 5 kylfinga sem deila 2. sætinu, þ.e. spiluðu allir á 7 undir pari, 64 höggum, sem í venjulegu móti á venjulegum degi hefði nægt í 1. sætið!  Þeir sem deila 2. sætinu eru: Ryan Palmer, Brandt Snedeker, Pádraig Harrington, Ted Potter Jr. og Jeff Maggert.

Til þess að sjá stöðuna á Waste Management Phoenix Open mótinu eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. hrings á  Waste Management Phoenix Open mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á 1. hring  Waste Management Phoenix Open mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið þar sem Phil fer í gegnum hringinn sinn glæsilega SMELLIÐ HÉR: