Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Andy Sullivan – (26. grein af 28)

Hér í kvöld verður kynntur  kylfingurinn sem varð í 3. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember 2012, Englendingnum, Andy Sullivan.

Andy Sullivan fæddist 19. maí 1986 í Nuneaton í Englandi og er því 26 ára.  Andy gerðist atvinnumaður í golfi 2011 (stuttu eftir Walker Cup)

Sullivan hefir m.a. spilað fyrir England og Írland í Walker Cup árið 2011 þegar mótið fór fram í  Royal Aberdeen Golf Club,  en þar vann hann báða leiki sína í fjórmenningi. Sem áhugamaður ferðaðist hann um heiminn og spilaði m.a. í Argentínu, Ástralíu og á skoska meistaramótinu.

Í Q-school 2011 tók hann 3. kortið þökk sé fyrstu 3 hringjum hans upp á  65-66-67, en 2012 keppnistímabilið gekk ekki sem skyldi – hann varð nr. 145 á Race to Dubai peningalistanum og því varð hann að fara aftur í Q-school þar sem hann endurtók leikinn frá árinu áður..

Sullivan er mikill vinur Steve Webster en þeir eru frá sama bænum, Nuneaton og báðir eru þeir frá sama skíri og Lee Westwood, the Midlands – en Andy Sullivan segir Lee Westwood vera aðalhvatningu sína í golfinu.

Andy Sullivan er sem stendur nr. 301 á heimslistanum.  Meðal helstu áhugamála hans utan golfsins eru póker og fótbolti.