Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Ayako Uehara (25. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna þá stúlku sem varð í 3. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012; japönsku stúlkuna Ayako Uehara.

Ayako Uehara fæddist 22. desember 1983 og verður því 30 ára á þessu ári.

Uehara gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 9 árum, þ.e. 2004.

Ayako Uehara á 3 sigra í beltinu alla á japanska LPGA þ.e. JLPGA. Besti árangur hennar á LPGA er í Mizuno Classic 2012 en þá varð hún í 3. sæti.

Uehara kemur frá sama svæði í Japan og jafn frægir japanskir kylfingar og Ai og Mika Miyazato.