
Evróputúrinn: Richard Sterne leiðir eftir 1. hring Omega Dubai Desert Classic
Það er Richard Sterne frá Suður-Afríku, sem tekið hefir forystu á Omega Dubai Desert Classic, sem hófst á Emirates golfvellinum í Dubai í dag.
Sterne lék á glæsilegum 10 undir pari, 62 höggum; tapaði hvergi höggi fékk 4 fugla á fyrri 9 og 6 á seinni 9 og síðan líka 8 pör.
Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað en ólíklegt er að nokkur nái Sterne!
Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Skotinn Stephen Gallacher á 9 undir pari, 63 höggum. Gallacher fékk m.a. 2 frábæra erni á þessum mjög svo skrautlega hring; annar kom á 6. (par-4) og hinn á 13. braut (par-5). Auk þess fékk Gallacer 7 fugla, 7 pör og 2 skolla.
Þrír kylfingar deila sem stendur 3. sætinu á 7 undir pari, hver þ.e. þeir Tommy Fleetwood, Scott Jamieson og Chris Doak.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump