Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 08:50

Veturinn hefir farið eftir áætlun hjá Lee Westwood – hann ætlar sér góða hluti á Omega Dubai Desert Classic

Lee Westwood er ákveðinn í að standa sig vel á Omega Dubai Desert Classic 2013, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hófst í dag. Hann hefir nú lokið 1. hring og byrjar ágætlega er á 67 höggum eftir 1. dag. Hinn 39 ára, nr. 8 í heiminum státar af árangri í Emirates golfklúbbnum sem fáir aðrir: hann hefir 3 sinnum orðið í 2. sæti og á allt í allt 7 topp-10 árangra, en þó að hann hafi tekið 19 sinnum þátt í mótinu á hann enn eftir að sigra í því Westwood, sem fluttist til Flórída í lok árs hefir að undanförnu verið að æfa sig í sólinni, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 08:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (2. grein af 10)

Fyrsta regla Dave Stocktons gengur út á að taka eigi ákveðna púttstroku, fljótt og ekki hanga yfir boltanum. Ekki eigi að reyna að pútta, heldur útfærið púttið!  Til þess að útskýra fyrstu regluna notar Stockton dæmisögu úr eiginn reynsluheimi: „Þegar ég stóð frammi fyrir 5 metra pútti til þess að sigra á PGA Championship risamótinu 1976, þá var tíminn sem ég tók til þess að framkvæma púttið nokkuð sem kom fólki á óvart. Í staðinn fyrir að hanga yfir púttinu, tók ég mér minni tíma en venjulega — 15 sekúndur allt í allt. En ég var ekki að flýta mér. Ég vissi bara að ef ég myndi hanga um of Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 07:00

Ólafur Björn í 11. sæti eftir 2. hring á Citrus Open

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði 2. hring á Citrus Open, á 1 undir pari, 71 höggi í gær á Rio Pinar golfvellinum í Orlando, Flórída. Samtals er Ólafur Björn því búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (69 71). Mótið er hluti af Fore the Players Golf mótaröðinni. Þátttakendur eru 121 og er Ólafur Björn í 11. sæti,   fór upp um 2. sæti frá því á 1. hring. Spilaðir verða 3 hringir og hlýtur sigurvegarinn sem samsvarar 1 milljón íslenskra króna í verðlaunafé. Ólafur skrifar um gengið í mótinu á nýju facebook síðu sinni en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Kathleen Ekey (24. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna þá stúlku sem varð í 4. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012; Kathleen Ekey. Kathleen Ekey fæddist 8. nóvember 1986 í Cleveland, Ohio og er því 26 ára.  Hún er dóttir Sam og Lauru Ekey. Kathleen spilaði með golfliði Furman háskóla, sama háskóla og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, spilaði með. Síðustu tvö árin í háskola var Ekey í University of Alabama og lauk þar námi í samskiptafræðum (ens.: Communications). Kathleen Ekey gerðist atvinnumaður 2009 og komst þá þegar á Futures mótaröðina (nú Symetra Tour). Árið 2011 var hún í efsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 20:13

Afmæliskylfingar dagsins: Sigurgeir Þór og Ævar Már Finnsson – 30. janúar 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru þeir Sigurgeir Þór og Ævar Már Finnsson. Þeir eru báðir fæddir 30. janúar 1963 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu þeirra til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurgeir Þór (50 ára) Ævar Már Finnsson (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Newton (Ástralinn sem lenti í flugvélahreyfilsslysinu) 30. janúar 1950 (63 ára);  Curtis Strange, 30. janúar 1955 (58 ára);  Payne Stewart, 30. janúar 1957  (56 ára);  Prayad Markasaeng, 30. janúar 1966 (47 ára);  Digvijay Singh, 30. janúar 1972 (41 árs);  Jill McGill, 30. janúar 1972 (41 árs);  Marcela Leon, 30. janúar 1981 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 13:15

PGA: 10 bestu björgunarhöggin – Myndskeið

Jafnvel heimsins bestu kylfingar slá ekki alltaf fullkomin högg og koma bolta sínum í erfiðar legur. Munurinn á heimsins bestu og okkur hinum er að þeim tekst oftar en ekki að bjarga sér snilldarlega úr ómögulegum og allt að því ósláanlegum legum. Hér má sjá 10 bestu björgunarhöggin (ens.: rescue shots) á PGA Tour í gegnum tíðina SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 10:30

Ólafur Björn lék 1. hring á 69 höggum á Citrus Open

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði á 3 undir pari, 69 höggum í gær á Citrus Open á Rio Pinar golfvellinum í Orlando, Flórída. Mótið er hluti af Fore the Players Golf mótaröðinni. Ólafur Björn fékk 4 fugla, 13 pör og 1 skolla í gær. Þátttakendur eru 121 og er Ólafur Björn í 13. sæti. Spilaðir verða 3 hringir og hlýtur sigurvegarinn sem samsvarar 1 milljón íslenskra króna í verðlaunafé. Ólafur skrifar um gengið í mótinu á nýju facebook síðu sinni en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 10:00

PGA: Blake Adams ekki með á 2013 keppnistímabilinu – gekkst undir mjaðmaraðgerð í gær

Blake Adams er 37 ára kylfingur sem spilar á PGA. Hann hefir átt nokkur keppnistímabil þar sem heildarvinningsfjárhæðin hefir farið yfir 7 stafa markið.  Keppnistímabilið 2013 leit út fyrir að ætla að verða Adams gott ….. en ekki lengur. Adams gekkst undir mjaðmaruppskurð í gær í Vail, Colorado og það lítur út fyrir að hann muni þurfa að vera á hækjum í 2-8 vikur og síðan í endurhæfingu eftir það. Óljóst er hversu mikið Adams missir af 2013 keppnistímabilinu, en svo gæti farið að hann verði af öllu tímabilinu. Umboðsmaður Adams, Alan Bullington hjá 1 Degree Sports Management, sagði að Adams sneri e.t.v. ekki aftur til keppni fyrr en 2013-14 keppnistímabilið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 09:00

ALPG & LET: Volvik RACV Ladies Masters hefst á föstudaginn n.k.

Margar af helstu stjörnum í evrópska kvennagolfinu eru nú í Ástralíu, en þar hefst föstudaginn n.k. eitt lífseigasta mót í sögu ástralska kvennagolfsins:  Volvik RACV Ladies Masters. Spilað er á RACV Royal Pines Resort, Ashmore, Queensland, Ástralíu. Meðal þátttakenda eru m.a. Carly Booth, Carlota Ciganda og Laura Davies. Í dag var völlurinn allur á floti vegna mikilla rigninga í Queensland að undanförnu og var allt spil á honum bannað; að undanskildu að keppendur mega æfa sig á púttflötum. Þó er stefnt að því að spila Pro-Am hlutann á morgun.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 07:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (1. grein af 10)

Nú þegar veður er vont hér á Íslandi og margir geta ekki iðkað uppáhaldsíþróttina nema innandyra er mikið um að klúbbar haldi púttmót bæði almenn, eða sérstök fyrir unglinga, konur og karla. Golf1 hefir fært lesendum sínum fréttir af úrslitum púttmóta í stærstu klúbbunum og ef fleiri klúbbar eru með púttmót er um að gera að hafa samband á golf1@golf1.is og við hér á Golf1 munum birta niðurstöðurnar! Í ljósi þess að hundruðir íslenskra kylfinga eru nú innandyra að æfa púttstrokuna ætlar Golf1 hér á næstu dögum að birta 10 reglur púttsnillingsins, golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton. Hér er fyrst almennt yfirlit yfir reglurnar 10, en á Lesa meira